Innlent

Guðni með yfirburðarfylgi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson.
Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans í forsetakosningunum sem framundan eru, Guðmundur Franklin Jónsson, er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent.

RÚV greinir frá og vísar þar í skoðanakönnun Gallup frá deginum í dag. Þar kemur meðal annars fram að Guðni njóti forskots á nærri alla mælikvarða, 86 prósent karla og 95 prósent kvenna segjast til að mynda ætla að kjósa Guðna. 

Stuðningsmenn flestra stjórnmálaflokka virðast vera í liði með Guðna, nema þeir sem styðja Miðflokkinn en 55 prósent þeirra segjast styðja Guðmund.

Skoðanakönnun Gallup var framkvæmd á netinu dagana 29. maí til dagsins í dag. Heildarúrtak var 1.108 manns og var þátttökuhlutfall um 55 prósent.

Forsetakosningarnar verða haldnar þann 27. júní næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.