Reyndi að koma sér út en lenti undir framhjólinu og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 17:41 Frá vettvangi slyssins í lok júní í fyrra. RNSA Stjórnandi veghefils sem lést við störf á Ingjaldssandsvegi á í Gerðhamradal á Vestfjörðum í lok júní í fyrra náði líklegast ekki að stöðva hefilinn er hann tók að renna aftur á bak niður brekku. Hann reyndi því að forða sér út úr farartækinu en lenti undir framhjóli. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Maðurinn var við vinnu á vegheflinum, sem var af gerðinni Volvo, í brekku við Ingjaldssandsveg á Sandheiði þann 27. júní 2019. Tilkynning um slysið barst lögreglu á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis umræddan dag. Miðað við hjólför hefilsins á vettvangi virðist maðurinn hafa verið að bakka niður brekkuna þegar slysið varð, að því er segir í skýrslunni. Þá þykir sennilegt að hreyfill hefilsins hafi óvænt drepið á sér vegna ofálags. „Þegar það gerist hætta hemlar að virka og hefillinn fríhjólar. Varakerfi fer í gang ef stigið er á hemlafetil en það tekur nokkrar sekúndur að virkja hemlana,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn hafi því líklegast runnið aftur á bak og maðurinn ekki náð að stöðva farartækið. Ekki sáust ummerki um að hemlað hefði verið en hjólför eftir hefilinn voru greinileg á nýhefluðu malaryfirborði vegarins. Þá bentu ummerki á vettvangi til þess að maðurinn hafi farið út um dyrnar vinstra megin en lent að hluta undir framhjóli hefilsins. Sennilega hafi maðurinn farið út til þess að reyna að forða sér áður en hefillinn hafnaði utan vegar. „Samstarfsmaður, sem tilkynnti slysið, kom að heflinum þar sem hann lá utan vegar, með blikkandi vinnuljós og bakkflautu í gangi. Hreyfill hefilsins var ekki í gangi. Hefilstjórinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn var smíðaður árið 2007 og var nýkominn úr viðgerð þegar slysið varð, þar sem skipt hafði verið um hreyfil. Hefillinn var rannsakaður eftir slysið og var þar gangviss og virkaði eðlilega. Þá hafði maðurinn tilskilin réttindi til að stjórna heflinum og var vanur að stýra honum. Þá var niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á honum neikvæð. RNSA beinir þeirri tillögu til Vinnueftirlitsins að bætt verði inn í bóklega og verklega kennslu til vinnuvélaprófs að ítarlegar sé farið yfir virkni varakerfis fyrir hemla- og stýrisbúnað. Skýrsla RNSA í heild. Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Stjórnandi veghefils sem lést við störf á Ingjaldssandsvegi á í Gerðhamradal á Vestfjörðum í lok júní í fyrra náði líklegast ekki að stöðva hefilinn er hann tók að renna aftur á bak niður brekku. Hann reyndi því að forða sér út úr farartækinu en lenti undir framhjóli. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Maðurinn var við vinnu á vegheflinum, sem var af gerðinni Volvo, í brekku við Ingjaldssandsveg á Sandheiði þann 27. júní 2019. Tilkynning um slysið barst lögreglu á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis umræddan dag. Miðað við hjólför hefilsins á vettvangi virðist maðurinn hafa verið að bakka niður brekkuna þegar slysið varð, að því er segir í skýrslunni. Þá þykir sennilegt að hreyfill hefilsins hafi óvænt drepið á sér vegna ofálags. „Þegar það gerist hætta hemlar að virka og hefillinn fríhjólar. Varakerfi fer í gang ef stigið er á hemlafetil en það tekur nokkrar sekúndur að virkja hemlana,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn hafi því líklegast runnið aftur á bak og maðurinn ekki náð að stöðva farartækið. Ekki sáust ummerki um að hemlað hefði verið en hjólför eftir hefilinn voru greinileg á nýhefluðu malaryfirborði vegarins. Þá bentu ummerki á vettvangi til þess að maðurinn hafi farið út um dyrnar vinstra megin en lent að hluta undir framhjóli hefilsins. Sennilega hafi maðurinn farið út til þess að reyna að forða sér áður en hefillinn hafnaði utan vegar. „Samstarfsmaður, sem tilkynnti slysið, kom að heflinum þar sem hann lá utan vegar, með blikkandi vinnuljós og bakkflautu í gangi. Hreyfill hefilsins var ekki í gangi. Hefilstjórinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn var smíðaður árið 2007 og var nýkominn úr viðgerð þegar slysið varð, þar sem skipt hafði verið um hreyfil. Hefillinn var rannsakaður eftir slysið og var þar gangviss og virkaði eðlilega. Þá hafði maðurinn tilskilin réttindi til að stjórna heflinum og var vanur að stýra honum. Þá var niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á honum neikvæð. RNSA beinir þeirri tillögu til Vinnueftirlitsins að bætt verði inn í bóklega og verklega kennslu til vinnuvélaprófs að ítarlegar sé farið yfir virkni varakerfis fyrir hemla- og stýrisbúnað. Skýrsla RNSA í heild.
Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira