Innlent

Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu

Andri Eysteinsson skrifar
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu með samninganefnd ríkisins.
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu með samninganefnd ríkisins. vísir/vilhelm

Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga.

Fundurinn hófst nú klukkan 14:00 en hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings frá því lok mars árið 2019. Mikillar óánægju hefur gætt á meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar en mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði.

Um mánaðamótin mars/apríl féll niður vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga sem svaraði til tuga þúsunda króna. Aðgerðin var hluti af umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum hjá Landspítalanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.