Innlent

Dæmdur fyrir að stela bíl og rúnta norður í Borgar­fjörð

Atli Ísleifsson skrifar
Ákærði játaði skýlaust brot sitt.
Ákærði játaði skýlaust brot sitt. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann um þrítugt í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann tekið bíl í heimildarleysi af bílastæði þjónustuverkstæðis Bílabúðar Benna við Tangarhöfða í Reykjavík.

Í dómnum segir maðurinn hafi ekið bílnum um götur höfuðborgarsvæðisins og um Vesturlandsveg við Fiskilæk, Akranesi og áfram um Vesturlandsveg.

Bifreiðin fannst svo kyrrstæð á gatnamótum Vesturlandsvegar og Borgarfjarðarbrautar í Borgarfirði.

Ákærði játaði skýlaust brot sitt og þótti þrjátíu daga fangelsi hæfi, en skal fresta fullnustu refsingarinnar og falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.