Sport

Dagskráin: Úrslitaeinvígi KR og ÍR, íslenskar goðsagnir og úrslitaleikir Meistaradeildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Á Stöð 2 Sport í dag er sannkallað bland í poka. Við sýnum bestu leiki úrslitakeppni Olís deildar karla og kvenna undanfarinna ára ásamt vel völdum leikjum úr Meistaradeild Evrópu og ensku FA bikarkeppninni.

Þá eru úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu frá síðustu leiktíð á dagskrá. Einnig sýnum við fréttaþátt um Meistaradeild Evrópu sem og 2019 annál fyrir Olís deild karla og kvenna.

Stöð 2 Sport 2

Á Stöð 2 Sport 2 munum við fara yfir goðsagnir knattspyrnuheimsins hér heima sem og úrslitaeinvígi KR og ÍR í Domino´s deild karla frá 2019 en það fór alla leið í oddaleik.

Stöð 2 Sport 3

Úrslitaleikir Borgunarbikars kvenna frá 2013, 2015 og 2016 er á dagskrá ásamt völdum úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu í gegnum árin.

Stöð 2 eSport

Lokaáfangi áskorandamóts Vodafone-deildarinnar, þar sem í ljós kemur hvaða fjögur lið komast á Stórmeistaramót Vodafone-deildarinnar. 

Stöð 2 Golf

Á Stöð 2 Golf verða þættir um hápunkta Opna breska meistaramótsins í fyrirrúmi.

Útsendingar dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.