Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2020 23:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, Robert O'Brien (til hægri) ásamt starfsmannastjóra Hvíta hússins (Mark Meadows) 25. maí síðastliðinn, sama dag og George Floyd lést. Getty/Sarah Silbiger Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. Robert O‘Brien hefur gegnt starfi Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins frá því að hafa verið skipaður í starfið af Donald Trump Bandaríkjaforseta í september á síðasta ári. Staða þjóðaröryggisráðgjafa er ein sú virtasta innan bandarísks stjórnkerfis en embættið fellur ekki undir ráðuneyti heldur beint undir forsetann sjálfan. Fjórir hafa gegnt stöðunni frá því að Donald Trump tók við völdum í janúar árið 2017. „Ég held að kynþáttahatur sé ekki kerfislægt í lögreglunni. Ég tel að 99,9% lögreglumanna okkar séu fyrirmyndar ríkisborgarar. Margir þeirra eru afrísk-amerískir, ættaðir frá rómönsku-ameríku eða frá asíu, þeir starfa í erfiðum hverfum og vinna erfiðasta starf sem fyrirfinnst í landinu. Ég tel þá vera stórkostlega, frábæra Bandaríkjamenn,“ sagði O‘Brien í þættinum „State of the Union“ á CNN þegar hann var spurður hvort hann teldi kynþáttahatur vera vandamál innan raða lögreglunnar. Frá mótmælum við þinghúsið í St.Paul í Minnesota.Getty/Scott Olson Málefnið hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir andlát George Floyd í Minneapolis í Minnesota í vikunni. Floyd lést í haldi lögreglumannsins Derek Chauvin eftir að hafa verið handtekinn. Myndband náðist af aðgerðum lögreglumannanna þar sem Chauvin sást halda Floyd niðri, með hné á hálsi hans á meðan Floyd kvaðst ekki geta andað. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Í kjölfar andláts Floyd hafa mótmæli sprottið upp í fjölda bandarískra borga. Í fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en hafa mótmælin nú víða stigmagnast og ríkir nú nánast stríðsástand í borgum vestan hafs. Lögreglumenn beita mótmælendur mikilli hörku sem leitast sumir hverjir við að svara í sömu mynt. Borið hefur á því að lögregla ráðist á fjölmiðlafólk og saklausa borgara en útgöngubanni hefur verið komið á í nokkrum borgum Bandaríkjanna. „Það er ekki hægt að neita því að til séu kynþáttahatarar innan raða lögreglunnar, ég tel þá vera í minnihluta. Þeir eru skemmd epli sem við þurfum að bola burt, sagði O‘Brien í þættinum. O‘Brien sagði þá að ofbeldisfullum mótmælum í sumum borga Bandaríkjanna sé stýrt af ófriðarseggjum og sagði Hvíta húsið styðja mótmælendur ef mótmælin færu friðsamlega fram. Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á þá mótmælendur sem hafa farið ránshendi um verslanir í skugga mótmælanna. Þótti tíst hans um málið ýta undir ofbeldi og lokaði samfélagsmiðillinn Twitter því á færslu forsetans þar sem hún þótti brjóta gegn reglum miðilsins. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Þingmaðurinn Corey Booker frá New Jersey-ríki var einnig gestur þáttarins og sagði hann samfélag svarta í bandaríkjunum deila sameiginlegum ótta við lögregluna. „Það sem við sjáum vera að gerast hérna eru ekki bara viðbrögð við morði sem náðist á myndband heldur sjáum við djúpt og mikið sár í samfélagi okkar sem verður að bregðast við,“ sagði Booker í þættinum Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. Robert O‘Brien hefur gegnt starfi Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins frá því að hafa verið skipaður í starfið af Donald Trump Bandaríkjaforseta í september á síðasta ári. Staða þjóðaröryggisráðgjafa er ein sú virtasta innan bandarísks stjórnkerfis en embættið fellur ekki undir ráðuneyti heldur beint undir forsetann sjálfan. Fjórir hafa gegnt stöðunni frá því að Donald Trump tók við völdum í janúar árið 2017. „Ég held að kynþáttahatur sé ekki kerfislægt í lögreglunni. Ég tel að 99,9% lögreglumanna okkar séu fyrirmyndar ríkisborgarar. Margir þeirra eru afrísk-amerískir, ættaðir frá rómönsku-ameríku eða frá asíu, þeir starfa í erfiðum hverfum og vinna erfiðasta starf sem fyrirfinnst í landinu. Ég tel þá vera stórkostlega, frábæra Bandaríkjamenn,“ sagði O‘Brien í þættinum „State of the Union“ á CNN þegar hann var spurður hvort hann teldi kynþáttahatur vera vandamál innan raða lögreglunnar. Frá mótmælum við þinghúsið í St.Paul í Minnesota.Getty/Scott Olson Málefnið hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir andlát George Floyd í Minneapolis í Minnesota í vikunni. Floyd lést í haldi lögreglumannsins Derek Chauvin eftir að hafa verið handtekinn. Myndband náðist af aðgerðum lögreglumannanna þar sem Chauvin sást halda Floyd niðri, með hné á hálsi hans á meðan Floyd kvaðst ekki geta andað. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Í kjölfar andláts Floyd hafa mótmæli sprottið upp í fjölda bandarískra borga. Í fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en hafa mótmælin nú víða stigmagnast og ríkir nú nánast stríðsástand í borgum vestan hafs. Lögreglumenn beita mótmælendur mikilli hörku sem leitast sumir hverjir við að svara í sömu mynt. Borið hefur á því að lögregla ráðist á fjölmiðlafólk og saklausa borgara en útgöngubanni hefur verið komið á í nokkrum borgum Bandaríkjanna. „Það er ekki hægt að neita því að til séu kynþáttahatarar innan raða lögreglunnar, ég tel þá vera í minnihluta. Þeir eru skemmd epli sem við þurfum að bola burt, sagði O‘Brien í þættinum. O‘Brien sagði þá að ofbeldisfullum mótmælum í sumum borga Bandaríkjanna sé stýrt af ófriðarseggjum og sagði Hvíta húsið styðja mótmælendur ef mótmælin færu friðsamlega fram. Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á þá mótmælendur sem hafa farið ránshendi um verslanir í skugga mótmælanna. Þótti tíst hans um málið ýta undir ofbeldi og lokaði samfélagsmiðillinn Twitter því á færslu forsetans þar sem hún þótti brjóta gegn reglum miðilsins. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Þingmaðurinn Corey Booker frá New Jersey-ríki var einnig gestur þáttarins og sagði hann samfélag svarta í bandaríkjunum deila sameiginlegum ótta við lögregluna. „Það sem við sjáum vera að gerast hérna eru ekki bara viðbrögð við morði sem náðist á myndband heldur sjáum við djúpt og mikið sár í samfélagi okkar sem verður að bregðast við,“ sagði Booker í þættinum
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent