Fótbolti

Spænska úrvalsdeildin fer aftur af stað 13. júní

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fáum við að sjá Lionel Messi fagna aftur þann 13. júní?
Fáum við að sjá Lionel Messi fagna aftur þann 13. júní? vísir/getty

Fréttir þess efnis að stefnt sé að hefja leik að nýju í spænsku úrvalsdeildinni þann 13. júní bárust í kvöld, sunnudag.

Þýska úrvalsdeildin er nú þegar farin af stað og þá er stefnt að því að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað á Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga þann17. júní. 

Topplið Barcelona mætir Mallorca þann 13. júní, sama dag og Pepsi Max deild karla fer af stað hér á landi. Degi síðar mætast Real Madrid og Eibar en fyrrnefnda liðið er aðeins tveimur stigum á eftir Börsungum.

Líkt og í Þýskalandi verður leikið fyrir luktum dyrum á Spáni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.