Fótbolti

Mun Saúl tilkynna að hann sé á leið til Manchester United eftir þrjá daga?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Saul Niguez skorar sigurmarkið í fyrri leik Atletico og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í febrúar fyrr á þessu ári.
Saul Niguez skorar sigurmarkið í fyrri leik Atletico og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í febrúar fyrr á þessu ári. Getty/Michael Regan

Saúl Ñíguez, miðjumaður spænska úrvalsdeildarfélagsins Atletico Madrid, gaf það út í dag á samfélagsmiðlinum Twitter að hann muni tilkynna eftir þrjá daga hvaða félagi hann muni leika með á næstu leiktíð.

„Tilkynning, ég vill segja ykkur nokkuð mikilvægt. Nýtt félag, ég mun tilkynna það hér eftir þrjá daga,“ segir í Twitter-færslu leikmannsins. 

Talið er að enska stórliðið Manchester United sé næsti áfangastaður hins 25 ára gamla Saúl en hann hefur lengið verið skotmark enska félagsins. Óvissa er með framtíð franska miðvallarleikmannsins Paul Pogba og gæti verið a Saúl eigi að fylla skarð hans fari svo að Pogba fari frá félaginu í sumar.

Saúl á sex ár eftir af samningi sínum við Atletico og mun því eflaust kosta drjúgan skilding. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann tilkynnir eftir þrjá daga.

Saúl skoraði sigurmark Atletico Madrid í fyrri leik liðsins gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 18. febrúar. Var það hans fjórða mark á leiktíðinni en miðjumaðurinn er harður í horn að taka og hefur verið í lykilhlutverki hjá Madrídarliðinu undanfarin ár.


Tengdar fréttir

Saúl: Vitum hvernig við getum meitt Liverpool

Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, segir að liðið viti hvernig það geti meitt Liverpool en liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.