Sport

Dagskráin í dag: Hörður Björgvin og Arnór ræða við Rikka G um lífið í Moskvu og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson ræddu við Rikka G. um lífið í Moskvu.
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson ræddu við Rikka G. um lífið í Moskvu. Vísir/Epsilon

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Á Stöð 2 Sport í dag verða sýndir nokkri raf bestu leikjum úrslitakeppni Domino´s deildar karla ásamt því að við endursýnum Topp 5. Þátt í umsjón Gumma Ben þar sem hann fær leikmenn hér heima til að velja sín uppáhalds fimm mörk á ferlinum.

Þá er hægt að sjá þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræðir við þá Hörð Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson, leikmenn CSKA Moskvu í Rússlandi. Þá eru vel valdir úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu einnig á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Á Stöð 2 Sport 2 munum við fara yfir yngri flokka mót hér á landi en þættirnir eru í umsjón Gaupa. Fyrsta mót sumarsins fór einmitt fram um helgina en það var VÍS-mót Þróttar. 

Stöð 2 Sport 3

Bestu leikir Olís deilda karla og kvenna verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3 í dag.

Stöð 2 eSport

Lokaáfangi áskorandamóts Vodafone-deildarinnar, þar sem í ljós kemur hvaða fjögur lið komast á Stórmeistaramót Vodafone-deildarinnar. FH mætir Þór Akureyri kl. 18 og Dusty og BadCompany mætast kl. 21 á seinna kvöldinu í 8 liða úrslitum.

Stöð 2 Golf

Á Stöð 2 Golf verða þættir um hápunkta Opna breska meistaramótsins frá 2015 til 2019 í fyrirrúmi. 

Útsendingar dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.