Innlent

Hætta skapaðist þegar kviknaði í bíl

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bíllinn varð alelda og er gjörónýtur eftir brunann.
Bíllinn varð alelda og er gjörónýtur eftir brunann. Vísir/Brunavarnir Suðurnesja

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fengu tilkynningu nú klukkan hálf þrjú um að eldur logaði í bíl við Klettatröð í Reykjanesbæ. Bílnum hafði verið komið fyrir fyrir utan verkstæði við Klettatröð og átti að fara að gera að bílnum. Eigandi bílsins kom að honum alelda og gerði slökkviliði viðvart. 

Jón Gunnlaugsson, slökkviliðsstjóri, sagði í samtali við fréttastofu að hætta hafi verið á staðnum það sem nokkrir húsbílar stóðu þar sem kviknaði í og hætt hafi verið að eldurinn teygði sig í vörubíl sem stóð við hliðiná að sögn Ármanns Árnasonar, varðstjóra. 

Slökkvistarfi er nú lokið og segir Ármann að vel hafi gengið við að slökkva eldinn. Einn slökkviliðsbíll vann starfið og tók það stuttan tíma. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×