Takmarkanir á skólastarfi mögulega með öðrum hætti komi önnur bylgja Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 12:45 Skólastarf var víða takmarkað frá byrjun mars og fram í maí. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endurmeta þurfi takmarkanir á skólastarfi ef komi til annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Staðreyndir sem lúti að börnum varðandi Covid, það að veiran smitist lítið milli barna, að börn verði lítið veik og þau smiti nánast ekkert, gætu orðið til að takmarkanir verði með öðrum hætti. Þetta ræddi hún í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Skólum var víða lokað eða takmarkanir gerðar á skólastarfi þegar faraldur kórónuveiru barst hingað til lands. Nokkrum grunnskólum var lokað og í öðrum skólum var nemendum skipt í hópa til að forðast smit milli þeirra. Kennsla í grunnskólum takmarkaðist við tuttugu nemenda hópa, öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum féll niður og íþrótta- og sundkennslu var breytt í hreyfingu á skólalóð. Þá var matarþjónusta í skólum takmörkuð víða og nemendum var ekki heimilt að vera saman í frímínútum nema innan síns árgangs. Margir skólar takmörkuðu einnig tíma sem nemendur mættu í skólann og gátu nemendur í sumum grunnskólum mætt daglega en aðeins í nokkra klukkutíma í senn. Á leikskólum var börnum skipt upp í fámenna hópa og voru þeir að mestu aðskildir. „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís. Sprengisandur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46 Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03 Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endurmeta þurfi takmarkanir á skólastarfi ef komi til annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Staðreyndir sem lúti að börnum varðandi Covid, það að veiran smitist lítið milli barna, að börn verði lítið veik og þau smiti nánast ekkert, gætu orðið til að takmarkanir verði með öðrum hætti. Þetta ræddi hún í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Skólum var víða lokað eða takmarkanir gerðar á skólastarfi þegar faraldur kórónuveiru barst hingað til lands. Nokkrum grunnskólum var lokað og í öðrum skólum var nemendum skipt í hópa til að forðast smit milli þeirra. Kennsla í grunnskólum takmarkaðist við tuttugu nemenda hópa, öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum féll niður og íþrótta- og sundkennslu var breytt í hreyfingu á skólalóð. Þá var matarþjónusta í skólum takmörkuð víða og nemendum var ekki heimilt að vera saman í frímínútum nema innan síns árgangs. Margir skólar takmörkuðu einnig tíma sem nemendur mættu í skólann og gátu nemendur í sumum grunnskólum mætt daglega en aðeins í nokkra klukkutíma í senn. Á leikskólum var börnum skipt upp í fámenna hópa og voru þeir að mestu aðskildir. „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís.
Sprengisandur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46 Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03 Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46
Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03
Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13