Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2020 06:55 Árni Bragason landgræðslustjóri: „Þetta er ekkert rosalega stórt skref.“ Stöð 2/Sigurjón Ólason. Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sauðburður er langt kominn í sveitum landsins og senn kemur að því að bændur sleppi fé sínu lausu í bithaga sumarsins, sem oftast er vel gróið land en stundum afréttir sem landgræðslustjóri telur að þoli illa beit. „Það er nóg af grasi á Íslandi. Það er nóg af grasi fyrir allt þetta sauðfé sem við erum með. Við erum ekki endilega að beita á réttum stöðum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Sauðfé Árnesinga rekið niður Þjórsárdal að hausti eftir sumarbeit á hálendi Íslands. Þarna er safnið milli Gaukshöfða og Bringu, sem sést fjær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjá fjárrekstur við Gaukshöfða: Fjalldrottning á stað 100-króna seðilsins Hann setur raunar spurningarmerki við það að búfé gangi frjálst um landið. „Lausaganga búfjár var bönnuð á Norðurlöndunum fyrir nærri 150 árum síðan.“ Lausaganga búfjár sé á kostnað skattgreiðenda. „Um það bil 500 milljónir á ári af fé ríkisins í að girða. Það er bæði það sem Landgræðslan er að gera. Það eru sauðfjárveikivarnir, Vegagerðin, Skógræktin,“ segir landgræðslustjóri. En vill hann lausagöngubann á Íslandi? „Já, ég vil það. Og það yrði ekkert rosalega mikil breyting vegna þess að mörg af þessum svæðum, þar sem verið er að beita í dag, eru þegar afgirt. Við getum líka þá létt á og auðveldað mönnum að smala. Og við getum þá verið markvissari um það hvar við viljum beita. Þetta er ekkert rosalega stórt skref. Sveitarfélögin hafa heimild til þess að banna lausagöngu, eins og gert var til dæmis á Reykjanesinu.“ Í landnámi Ingólfs gangi fé í beitarhólfum. „Það er mjög víða sem hægt væri að gera þetta alveg nákvæmlega eins annarsstaðar á landinu,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sauðburður er langt kominn í sveitum landsins og senn kemur að því að bændur sleppi fé sínu lausu í bithaga sumarsins, sem oftast er vel gróið land en stundum afréttir sem landgræðslustjóri telur að þoli illa beit. „Það er nóg af grasi á Íslandi. Það er nóg af grasi fyrir allt þetta sauðfé sem við erum með. Við erum ekki endilega að beita á réttum stöðum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Sauðfé Árnesinga rekið niður Þjórsárdal að hausti eftir sumarbeit á hálendi Íslands. Þarna er safnið milli Gaukshöfða og Bringu, sem sést fjær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjá fjárrekstur við Gaukshöfða: Fjalldrottning á stað 100-króna seðilsins Hann setur raunar spurningarmerki við það að búfé gangi frjálst um landið. „Lausaganga búfjár var bönnuð á Norðurlöndunum fyrir nærri 150 árum síðan.“ Lausaganga búfjár sé á kostnað skattgreiðenda. „Um það bil 500 milljónir á ári af fé ríkisins í að girða. Það er bæði það sem Landgræðslan er að gera. Það eru sauðfjárveikivarnir, Vegagerðin, Skógræktin,“ segir landgræðslustjóri. En vill hann lausagöngubann á Íslandi? „Já, ég vil það. Og það yrði ekkert rosalega mikil breyting vegna þess að mörg af þessum svæðum, þar sem verið er að beita í dag, eru þegar afgirt. Við getum líka þá létt á og auðveldað mönnum að smala. Og við getum þá verið markvissari um það hvar við viljum beita. Þetta er ekkert rosalega stórt skref. Sveitarfélögin hafa heimild til þess að banna lausagöngu, eins og gert var til dæmis á Reykjanesinu.“ Í landnámi Ingólfs gangi fé í beitarhólfum. „Það er mjög víða sem hægt væri að gera þetta alveg nákvæmlega eins annarsstaðar á landinu,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11