„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2020 18:19 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Það sé þó vissulega aldrei skemmtilegt þegar verið sé að halla á mann persónulega. „En ég held að við verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur og okkar persónu. Þannig að ég sný mér bara að mínum verkefnum og það er það sem mér finnst mikilvægast að vera dæmdur af því sem maður gerir en ekki einhverjum svona dómum,“ sagði Svandís í viðtali við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamann, áður en fræðslufundur ÍE um Covid-19 hófst klukkan 17 í dag. Ummæli Kára um Svandísi í Kastljósi í gær hafa vakið mikla athygli. Þar sagði hann ráðherra hrokafulla eins og tíu ára stelpu og sagði ÍE ekki myndu koma að skimun erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli ef málið yrði á forræði heilbrigðisráðuneytisins. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Kára að bæta þyrfti samskiptin við heilbrigðisráðuneytið og líklegt væri að ÍE kæmi að skimuninni á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti sem ráðgjafar. Við upphaf fræðslufundarins í dag bauð Kári svo heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna og þakkaði fyrir nærveru hennar. Öll tilbúin til að snúa bökum saman gegn veirunni Aðspurð hvernig staðan væri á undirbúningsvinnu varðandi skimun og hugsanlega aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sagði Svandís: „Í sjálfu sér, þá held ég að það hafi skýrst ákveðin mál í dag og það hafi skýrst ákveðinn misskilningur í samskiptum og svo framvegis sem gerir það að verkum að við erum öll komin á þann stað að við erum öll tilbúin til þess að snúa bökum saman gegn veirunni. Fyrsti kaflinn gekk rosalega vel enda er þetta stórt og flókið samstarfsverkefni og þar hefur Decode og Íslensk erfðagreining komið að með mjög myndarlegum hætti og ég vænti þess miðað við það sem hefur komið fram í fréttum í dag að það verði líka í næsta kafla sem er sá kafli sem lýtur að skimun við landamæri. En það breytir því ekki að það þarf verulega uppbyggingu veirufræðideildar Landspítalans og við munum fara í það líka.“ Ráðherra sagði það ekki sitt að tjá sig um það hvort niðurstaðan væri sú að ÍE kæmi að verkefninu. „En það er að minnsta kosti og ég heyri ekki betur en að Íslensk erfðagreining sé reiðubúin til viðræðna á þeim grunni að koma að verkefninu, að minnsta kosti hjálpa til með að ýta því úr vör,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra komi að málinu til að samhæfa það Hún sagði sóttvarnalækni þann embættismann sem væri í því hlutverki að ráðleggja heilbrigðisráðherra samkvæmt sóttvarnalögum um sóttvarnaráðstafanir. „Þannig að þar er verkefnið í sjálfu sér, það er að segja það sem lýtur að skimun á landamærum og hann mun gera tillögu til mín samkvæmt sóttvarnalögum og þannig er málið hjá mér að því leytinu til,“ sagði Svandís en bætti því við að málið væri mun flóknara. Þannig heyrði það undir annan ráðherra ef verið væri að tala um breytingar á lögum varðandi landamæri og ef verið væri að horfa á samgöngur þá heyrði það undir enn annan ráðherra. Forsætisráherra þyrfti því að koma að málinu til að samhæfa það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Það sé þó vissulega aldrei skemmtilegt þegar verið sé að halla á mann persónulega. „En ég held að við verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur og okkar persónu. Þannig að ég sný mér bara að mínum verkefnum og það er það sem mér finnst mikilvægast að vera dæmdur af því sem maður gerir en ekki einhverjum svona dómum,“ sagði Svandís í viðtali við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamann, áður en fræðslufundur ÍE um Covid-19 hófst klukkan 17 í dag. Ummæli Kára um Svandísi í Kastljósi í gær hafa vakið mikla athygli. Þar sagði hann ráðherra hrokafulla eins og tíu ára stelpu og sagði ÍE ekki myndu koma að skimun erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli ef málið yrði á forræði heilbrigðisráðuneytisins. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Kára að bæta þyrfti samskiptin við heilbrigðisráðuneytið og líklegt væri að ÍE kæmi að skimuninni á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti sem ráðgjafar. Við upphaf fræðslufundarins í dag bauð Kári svo heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna og þakkaði fyrir nærveru hennar. Öll tilbúin til að snúa bökum saman gegn veirunni Aðspurð hvernig staðan væri á undirbúningsvinnu varðandi skimun og hugsanlega aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sagði Svandís: „Í sjálfu sér, þá held ég að það hafi skýrst ákveðin mál í dag og það hafi skýrst ákveðinn misskilningur í samskiptum og svo framvegis sem gerir það að verkum að við erum öll komin á þann stað að við erum öll tilbúin til þess að snúa bökum saman gegn veirunni. Fyrsti kaflinn gekk rosalega vel enda er þetta stórt og flókið samstarfsverkefni og þar hefur Decode og Íslensk erfðagreining komið að með mjög myndarlegum hætti og ég vænti þess miðað við það sem hefur komið fram í fréttum í dag að það verði líka í næsta kafla sem er sá kafli sem lýtur að skimun við landamæri. En það breytir því ekki að það þarf verulega uppbyggingu veirufræðideildar Landspítalans og við munum fara í það líka.“ Ráðherra sagði það ekki sitt að tjá sig um það hvort niðurstaðan væri sú að ÍE kæmi að verkefninu. „En það er að minnsta kosti og ég heyri ekki betur en að Íslensk erfðagreining sé reiðubúin til viðræðna á þeim grunni að koma að verkefninu, að minnsta kosti hjálpa til með að ýta því úr vör,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra komi að málinu til að samhæfa það Hún sagði sóttvarnalækni þann embættismann sem væri í því hlutverki að ráðleggja heilbrigðisráðherra samkvæmt sóttvarnalögum um sóttvarnaráðstafanir. „Þannig að þar er verkefnið í sjálfu sér, það er að segja það sem lýtur að skimun á landamærum og hann mun gera tillögu til mín samkvæmt sóttvarnalögum og þannig er málið hjá mér að því leytinu til,“ sagði Svandís en bætti því við að málið væri mun flóknara. Þannig heyrði það undir annan ráðherra ef verið væri að tala um breytingar á lögum varðandi landamæri og ef verið væri að horfa á samgöngur þá heyrði það undir enn annan ráðherra. Forsætisráherra þyrfti því að koma að málinu til að samhæfa það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira