Fótbolti

Hjör­var um Ágúst: „Seldi bestu heyrnar­tólin á daginn og hélt Fjölni upp á kvöldin“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar Hafliðason segir að Ágúst Gylfason fari pressulaus inn í sumarið.
Hjörvar Hafliðason segir að Ágúst Gylfason fari pressulaus inn í sumarið. vísir/s2s

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágúst Gylfason þurfi ekki að sanna neitt hjá Gróttu eftir að samningur hans við Breiðablik hafi ekki verið endurnýjaður eftir tveggja ára veru í Kópavoginum.

Ágúst tók við nýliðum Gróttu í haust eftir að hafa stýrt Blikum til silfurs tímabilin tvö þar á undan. Davíð Þór Viðarsson, annar spekingur þáttarins, sagði að Ágúst væri á leiðinni í krefjandi verkefni með nýliðana.

„Þetta er ótrúlega krefjandi verkefni að fara í. Set-upið er eins og allir vita öðruvísi en hjá öðrum liðum í efstu deild og mér finnst hann hugaður að taka þetta að sér,“ sagði Davíð Þór en Grótta hefur tekið þann pól í hæðina að greiða ekki leikmönnum sínum laun.

Aðspurður hvort að Ágúst þyrfti að sanna sig upp á nýtt svaraði Hjörvar:

„Hann þarf ekki að sanna neitt. Hann tók við Fjölni og það auðveldasta sem hann gerði var að stabílisera Fjölni. Hann seldi bestu heyrnartólin á daginn og hélt uppi Fjölni á kvöldin. Það var það léttasta sem hann hefur gert.“

„Hann fer til Breiðabliks og lendir í 2. sæti og 2. sæti. Fer í bikarúrslit og svo í undanúrslit. Hafandi fylgst ágætlega með Blikunum undanfarin ár þá spyr maður sig hvað vantaði. Er þetta ekki nógu gott fyrir ykkur?“

Klippa: Pepsi Max-upphitun - Hjörvar um Ágúst og Gróttu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×