Innlent

Svona var fjórtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Sylvía Hall skrifar
Upplýsingafundurinn hefst klukkan 14.
Upplýsingafundurinn hefst klukkan 14. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til reglulegs upplýsingafundar með fjölmiðlum klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3.

Á fundinum fóru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi, aðgerða stjórnvalda og fleira.

Alls eru 138 smit staðfest hér á landi og rúmlega þúsund manns í sóttkví.

Einnig var fjallað um eldri borgara en það er einkar mikilvægur hópur í þeim aðgerðum sem miða að því að hefta útbreiðslu á áhrif veirunnar hér á landi. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, verður á fundinum til að ræða málefni þessa hóps.

Þá taldi Stefán Eiríksson útvarpsstjóri upp verkefni sem Ríkisútvarpið vinnur að.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.