Fannst í felum í runna við Ölfusá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2020 12:07 Leitaraðgerðir í Ölfusá í nótt. Vísir/JóhannK Karlmaður um tvítugt gisti fangageymslur á Selfossi í nótt eftir að hafa verið staðinn að því að plata lögregluna. Karlmaðurinn hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að hann hefði fallið í Ölfusá en reyndist svo fylgjast með björgunaraðgerðum úr felum. Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynningin barst til lögreglu um klukkan hálf eitt í nótt. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, auk lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs var kallað út og voru bátar sendir út til leitar. Þá var leitað úr lofti með drónum og frá landi með hitamyndavél. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist klukkan hálf eitt frá þessum tiltekna aðila sem sagðist sjálfur hafa dottið af Ölfusárbrúnni. „Við þekkjum svoleiðis mál, þar sem menn fara í ána. Það var sett á fullt viðbragð strax því það ríður á að gera hlutina hratt og örugglega,“ segir Oddur. Á sama tíma detti lögreglu í hug að eitthvað bull sé í gangi. Skoðað sé hver hafi hringt inn og hvernig hægt sé að ná í viðkomandi. Tveimur klukkustundum síðar finnst karlmaðurinn í runna við ána. Oddur hafði ekki upplýsingar um hvort þegar hefði verið rætt við karlmanninn en því yrði annars lokið mjög fljótlega. Refsivert sé að gabba lögreglu eða björgunarsveitir og brotið sé til rannsóknar. Það verði í framhaldinu sent til ákærusviðs. Árborg Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Karlmaður um tvítugt gisti fangageymslur á Selfossi í nótt eftir að hafa verið staðinn að því að plata lögregluna. Karlmaðurinn hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að hann hefði fallið í Ölfusá en reyndist svo fylgjast með björgunaraðgerðum úr felum. Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynningin barst til lögreglu um klukkan hálf eitt í nótt. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, auk lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs var kallað út og voru bátar sendir út til leitar. Þá var leitað úr lofti með drónum og frá landi með hitamyndavél. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist klukkan hálf eitt frá þessum tiltekna aðila sem sagðist sjálfur hafa dottið af Ölfusárbrúnni. „Við þekkjum svoleiðis mál, þar sem menn fara í ána. Það var sett á fullt viðbragð strax því það ríður á að gera hlutina hratt og örugglega,“ segir Oddur. Á sama tíma detti lögreglu í hug að eitthvað bull sé í gangi. Skoðað sé hver hafi hringt inn og hvernig hægt sé að ná í viðkomandi. Tveimur klukkustundum síðar finnst karlmaðurinn í runna við ána. Oddur hafði ekki upplýsingar um hvort þegar hefði verið rætt við karlmanninn en því yrði annars lokið mjög fljótlega. Refsivert sé að gabba lögreglu eða björgunarsveitir og brotið sé til rannsóknar. Það verði í framhaldinu sent til ákærusviðs.
Árborg Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26