Innlent

Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Bátaflokkur Björgunarfélagsins Árborgar kemur að bökkum Ölfusár í nótt. Málið reyndist gabb frá upphafi.
Bátaflokkur Björgunarfélagsins Árborgar kemur að bökkum Ölfusár í nótt. Málið reyndist gabb frá upphafi. Vísir/Jóhann K.

Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt.

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, auk lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs var kallað út og voru bátar sendir út til leitar. Þá var leitað úr lofti með drónum og frá landi með hitamyndavél.

Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst um að maður hefði fallið í Ölfusá.Vísir/Jóhann K.

Tilkynningin reyndist gabb

Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir að tilkynningin hafi borist fljótlega eftir klukkan hálf eitt í nótt. Fljótlega eftir það hafi lögreglu farið að gruna að tilkynningin væri ekki á rökum reist og kom í ljós að hún reyndist gabb frá upphafi.

Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar.

Frímann segir í samtali við fréttastofu að málið sé litið alvarlegum augum. Tilkynningar af þessu tagi séu alltaf teknar alvarlega og allur tiltækur mannskapur kallaður út. Kostnaður af gabbi sem þessu geti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum.

Bátaflokkur Björgunarfélagsins Árborgar í Ölfusá í nótt. Leitar var í ánni, frá bökkum hennar með hitamyndavél og með dróna.Vísir/Jóhann K.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.