Innlent

198 manns sagt upp í átta hópuppsögnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa
Um 50.000 manns voru á greiðsluskrá Vinnumálastofnunar í síðasta mánuði en tæplega 70% þeirra voru á hlutabótaleiðinni.
Um 50.000 manns voru á greiðsluskrá Vinnumálastofnunar í síðasta mánuði en tæplega 70% þeirra voru á hlutabótaleiðinni. Vísir/Vilhelm

Átta fyrirtæki hafa nú þegar tilkynnt um hópuppsögn í þessum mánuði og nær það yfir 198 manns. Að mestu eru þetta fyrirtæki í ferðaþjónustu. Um 50.000 manns voru á greiðsluskrá Vinnumálastofnunar í síðasta mánuði en tæplega 70% þeirra voru á hlutabótaleiðinni.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir 15.000 hafa skráð sig af hlutabótum í þessum mánuði en óttast er að næstu daga, eða fram að mánaðamótum, muni fleiri tilkynningar um hópuppsagnir berast.

„Já, ég er dálítið hrædd um það. Mér finnst þetta byrja snemma og vera orðinn stór fjöldi núna, svolítið mikið af fólki nú þegar,“ segir Unnur.

Síðustu mánaðamót voru afar erfið á vinnumarkaði. Þá misstu rúmlega 4.600 manns vinnuna í 56 hópuppsögnum en inni í þessari tölu er stærsta hópuppsögn Íslandssögunnar; hópuppsögn Icelandair þar sem rúmlega 2.100 manns misstu vinnuna. Mánaðamótin mars/apríl voru einnig þung; 29 fyrirtæki sögðu þá upp 1207 starfsmönnum.

Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn sem gefin var út í fyrr í þessum mánuði fór heildaratvinnuleysi í apríl upp í 17,8% samanlagt, það er 7,5% atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og 10,3% vegna minnkaðs starfshlutfalls.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.