„Held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 14:31 Auðunn og Kristinn í leikmyndinni sem smíðuð var fyrir myndbandið. Thelma Torfa/RÚV „Þetta var svolítið stór framleiðsla. Þessi hugmynd kom upp í mars þegar platan sjálf kom út og akkúrat þegar samkomubannið var allt að fara í gang,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, leikstjóri ríflega átta mínútna tónlistarmyndbands Auðar sem sýnt var í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Þar tók Auður heila stuttskífu sem ber nafnið Ljós og kom út á dögunum með þessum vinsæla tónlistarmanni. Það má með sanni segja að tæknin hafi verið nýtt til hins ítrasta og vakti myndbandið mikla athygli hjá landanum. „Gísli var búinn að bjóða Auðunni að koma og taka lagið. Ég var búinn að koma áður með honum og gera einhver atriði en okkur langaði að taka einhver aukaskref og gera þetta stærra núna. Ég og Auðunn settumst niður og rissuðum upp þessa hugmynd og úr varð að byrja í Gísla settinu og vinna okkur út frá því og vera með einhverja töfra hvernig við kæmum okkur út úr settinu.“ Kristinn segir að verkefnið hafi síðan verið sett á ís en fyrir um tveimur vikum tóku þeir þráðinn upp á nýjan leik. „Við höfum verið að vinna að þessu núna í tvær vikur. Ég get eiginlega ekki gefið upp hvenær þetta fer úr því að vera bein útsending yfir í upptöku og held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu. Það er gaman fyrir fólk að reyna finna það út sjálft. Við ætlum síðan að gefa út bakvið tjöldin myndband eftir einhvern tíma og þá kemur þetta í ljós,“ segir Kristinn sem staðfestir samt sem áður að myndbandið var að vissu leyti tekið upp í síðustu viku. Kristinn er mjög efnilegur leikstjóri. Saga Sig Lítið sem ekkert sofið í tvær vikur „Þetta var mjög erfitt verkefni og ekki mikið sofið í þessar tvær viku. Þetta var mjög góður hópur sem vann að þessu. Við vorum fjögur sem mynduðu ákveðið kjarnateymi. Ég, Auðunn, Andri Haraldsson myndatökumaður sem er algjör galdramaður og á hann mjög mikið í þessu varðandi allt útlit, lýsingu og myndatökuna og svo Thelma Torfadóttir sem er algjör neglu framleiðandi,“ segir Kristinn og bætir við. „Þetta verkefni er í raun tveir heimar að mætast sem eru reynsluboltarnir á RÚV og við yngra bjartsýna liðið sem heldur að þetta sé ekkert mál. Það náði að blandast mjög vel saman. Leikmyndardeildin á RÚV kom mjög sterkt inn í þetta og á alveg mjög stórt hrós skilið.“ Í myndbandinu má til að mynda sjá Auður stækka sófann og borðið í setti Vikunnar og ganga út úr sjónvarpi. Teymið hefur undirbúið frumsýningu myndbandsins síðan í mars. „Þetta er allt leikmynd en við erum samt einnig með brellumeistara en hann vann í raun bara að því að fela hluti sem áttu ekki að sjást. Sófaatriðið, sjónvarpið og þegar hann fer inn í vegginn er allt smíðað.“ Tónlist Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Þetta var svolítið stór framleiðsla. Þessi hugmynd kom upp í mars þegar platan sjálf kom út og akkúrat þegar samkomubannið var allt að fara í gang,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, leikstjóri ríflega átta mínútna tónlistarmyndbands Auðar sem sýnt var í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Þar tók Auður heila stuttskífu sem ber nafnið Ljós og kom út á dögunum með þessum vinsæla tónlistarmanni. Það má með sanni segja að tæknin hafi verið nýtt til hins ítrasta og vakti myndbandið mikla athygli hjá landanum. „Gísli var búinn að bjóða Auðunni að koma og taka lagið. Ég var búinn að koma áður með honum og gera einhver atriði en okkur langaði að taka einhver aukaskref og gera þetta stærra núna. Ég og Auðunn settumst niður og rissuðum upp þessa hugmynd og úr varð að byrja í Gísla settinu og vinna okkur út frá því og vera með einhverja töfra hvernig við kæmum okkur út úr settinu.“ Kristinn segir að verkefnið hafi síðan verið sett á ís en fyrir um tveimur vikum tóku þeir þráðinn upp á nýjan leik. „Við höfum verið að vinna að þessu núna í tvær vikur. Ég get eiginlega ekki gefið upp hvenær þetta fer úr því að vera bein útsending yfir í upptöku og held að það sé eiginlega skemmtilegra að halda þessu leyndu. Það er gaman fyrir fólk að reyna finna það út sjálft. Við ætlum síðan að gefa út bakvið tjöldin myndband eftir einhvern tíma og þá kemur þetta í ljós,“ segir Kristinn sem staðfestir samt sem áður að myndbandið var að vissu leyti tekið upp í síðustu viku. Kristinn er mjög efnilegur leikstjóri. Saga Sig Lítið sem ekkert sofið í tvær vikur „Þetta var mjög erfitt verkefni og ekki mikið sofið í þessar tvær viku. Þetta var mjög góður hópur sem vann að þessu. Við vorum fjögur sem mynduðu ákveðið kjarnateymi. Ég, Auðunn, Andri Haraldsson myndatökumaður sem er algjör galdramaður og á hann mjög mikið í þessu varðandi allt útlit, lýsingu og myndatökuna og svo Thelma Torfadóttir sem er algjör neglu framleiðandi,“ segir Kristinn og bætir við. „Þetta verkefni er í raun tveir heimar að mætast sem eru reynsluboltarnir á RÚV og við yngra bjartsýna liðið sem heldur að þetta sé ekkert mál. Það náði að blandast mjög vel saman. Leikmyndardeildin á RÚV kom mjög sterkt inn í þetta og á alveg mjög stórt hrós skilið.“ Í myndbandinu má til að mynda sjá Auður stækka sófann og borðið í setti Vikunnar og ganga út úr sjónvarpi. Teymið hefur undirbúið frumsýningu myndbandsins síðan í mars. „Þetta er allt leikmynd en við erum samt einnig með brellumeistara en hann vann í raun bara að því að fela hluti sem áttu ekki að sjást. Sófaatriðið, sjónvarpið og þegar hann fer inn í vegginn er allt smíðað.“
Tónlist Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira