Innlent

Varðskipið Þór veitti lítilli skútu skjól

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá aðgerðum í gærmorgun.
Frá aðgerðum í gærmorgun. Mynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór aðstoðaði áhöfn lítillar seglskútu við að sigla inn í höfnina í Reykjavík í gærmorgun. Mikill vindhraði var og veitti varðskipið skútunni skjól fyrir veðri og vindu.

Skipstjóri seglskútu samband við áhöfn varðskipsins en hann átti í vandræðum með að sigla inn til Reykjavíkur vegna slæms veðurs. Óskaði hann eftir fylgd síðasta spölinn. Varðskipið Þór var í grenndinni og kom að seglskútunni skömmu síðar. 

Þar voru þrír um borð og voru stög í mastri skemmd sem og seglabúnaður eftir veðrið í gærmorgun. Vindhraði fór yfir 40 hnúta á svæðinu á tímabili.

Þór lónaði fram fyrir skútuna og var skipstjóri hennar beðinn um að halda sig í skjóli rétt aftan við varðskipið og fylgja því eftir. Fylgdinni lauk eftir rúmlega klukkustundar siglingu skammt suður af Engey. Þá hélt skútan til hafnar og skipstjórinn þakkaði kærlega fyrir aðstoðina, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.