Innlent

Ekið á 16 ára dreng á vespu

Samúel Karl Ólason skrifar
Setning Alþingis / Lögreglan
Setning Alþingis / Lögreglan Foto: Vilhelm Gunnarsson

Ekið var á 16 ára dreng á vespu í gær þar sem hann reyndi að keyra yfir gangbraut í Hafnarfirði. Hjólið var mikið skemmt og fann drengurinn fyrir eymslum í fæti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Fjölmargir ökumenn voru stöðvaði í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn ökumaður stöðvaður á Hverfisgötu um klukkan hálf sex í gær. Sá hafði ekki gilt bílpróf, farþegi var ekki í belti og barn í aftursæti var ekki í sérstökum öryggisbúnaði fyrir barn.

Lögreglan handtók mann í Kópavogi í gærkvöldi sem grunaður er um líkamsárás, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Sá var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Lögreglunni barst einnig tilkynning í gærkvöldi um ógnandi mann í verslun í miðbænum. Eftir að höfð voru afskipti af honum var hann grunaður um vörslu fíkniefna. Svipaða sögu er að segja af konu sem lögreglan hafði afskipti af á heimili. Hún framvísaði fíkniefnum til lögreglu til eyðingar.

Þá var brotist inn í hárgreiðslustofu í Hafnarfirði í nótt og verðmætum stolið þaðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.