Innlent

Ekið á 16 ára dreng á vespu

Samúel Karl Ólason skrifar
Setning Alþingis / Lögreglan
Setning Alþingis / Lögreglan Foto: Vilhelm Gunnarsson

Ekið var á 16 ára dreng á vespu í gær þar sem hann reyndi að keyra yfir gangbraut í Hafnarfirði. Hjólið var mikið skemmt og fann drengurinn fyrir eymslum í fæti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Fjölmargir ökumenn voru stöðvaði í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn ökumaður stöðvaður á Hverfisgötu um klukkan hálf sex í gær. Sá hafði ekki gilt bílpróf, farþegi var ekki í belti og barn í aftursæti var ekki í sérstökum öryggisbúnaði fyrir barn.

Lögreglan handtók mann í Kópavogi í gærkvöldi sem grunaður er um líkamsárás, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Sá var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Lögreglunni barst einnig tilkynning í gærkvöldi um ógnandi mann í verslun í miðbænum. Eftir að höfð voru afskipti af honum var hann grunaður um vörslu fíkniefna. Svipaða sögu er að segja af konu sem lögreglan hafði afskipti af á heimili. Hún framvísaði fíkniefnum til lögreglu til eyðingar.

Þá var brotist inn í hárgreiðslustofu í Hafnarfirði í nótt og verðmætum stolið þaðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×