Fótbolti

Fyrirliði Sevilla biðst afsökunar á að hafa boðið stjörnum liðsins í sundlaugapartý í samkomubanni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ever Banega.
Ever Banega. Vísir/Getty

Argentíski knattspyrnumaðurinn Ever Banega hefur beðist opinberlega afsökunar á því að hafa haldið sundlaugapartý fyrir liðsfélaga sína í spænska úrvalsdeildarliðinu Sevilla um helgina en samkomubann, miðað við 10 manns, er í gildi á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins.

Luuk De Jong, Lucas Ocampos og Franco Vazquez þáðu heimboð Banega, sem er fyrirliði félagsins, og eiginkona Banega birti myndir af hópnum í góðum gír á Instagram reikningi sínum.

„Ég vil biðjast afsökunar á því sem gerðist í gær. Þetta var fjölskyldusamkoma með liðsfélögunum og við vissum ekki að við værum að gera eitthvað rangt,“ segir Banega í færslu á Instagram í dag.

„Ég bið félagið, stuðningsmenn og samfélagið í heild afsökunar. Þetta kemur ekki fyrir aftur.“

Kórónuveiran hefur leikið spænsku þjóðina grátt en knattspyrnumenn þar í landi, eins og víða annars staðar, hafa reglulega komist í fréttirnar fyrir að fylgja ekki fyrirmælum yfirvalda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.