Fimm fjölskyldur bíða þess að verða endursendar til Grikklands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 14:00 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Fimm fjölskyldur hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands vegna afar slæmra aðstæðna þar í landi.Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um fjögur börn og unga foreldra þeirra en til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017 en í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðstæður flóttafólks og hælisleitenda í Grikklandi afar slæmar. „Þeir sem eru með viðurkennda vernd í Grikklandi hafa rétt á að dvelja í landinu en réttindi þeirra eru mjög takmöruð. Þau eru tryggð í lögum er í raun er fólki gert mjög erfitt að nýta sér þau réttindi sem þeim eru tryggð,“ sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands. Hvað hugsar þú að verði um þessa fjölskyldu ef hún verður send til Grikklands? „Það er erfitt að ímynda sér það en það er því miður ekkert bjart fram undan hjá þessari fjölskyldu,“ sagði Guðríður. Er þetta eina fjölskyldan sem á von á að vera endursend til Grikklands? „Nei það eru því miður fjórar aðrar fjölskyldur sem eru búnar að fá loka synjun frá kærunefnd og bíða eftir að verða sendar til Grikklands,“ sagði Guðríður. Hún segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að endursenda fólk til Grikklands. „Það sem er auðvitað hægt að gera og hefur verið gert áður og þarf að gera er að taka ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands. Við höfum hætt að senda fólk til Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þannig það er eitthvað sem hægt er að gera,“ sagði Guðríður. Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fimm fjölskyldur hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands vegna afar slæmra aðstæðna þar í landi.Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um fjögur börn og unga foreldra þeirra en til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017 en í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðstæður flóttafólks og hælisleitenda í Grikklandi afar slæmar. „Þeir sem eru með viðurkennda vernd í Grikklandi hafa rétt á að dvelja í landinu en réttindi þeirra eru mjög takmöruð. Þau eru tryggð í lögum er í raun er fólki gert mjög erfitt að nýta sér þau réttindi sem þeim eru tryggð,“ sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands. Hvað hugsar þú að verði um þessa fjölskyldu ef hún verður send til Grikklands? „Það er erfitt að ímynda sér það en það er því miður ekkert bjart fram undan hjá þessari fjölskyldu,“ sagði Guðríður. Er þetta eina fjölskyldan sem á von á að vera endursend til Grikklands? „Nei það eru því miður fjórar aðrar fjölskyldur sem eru búnar að fá loka synjun frá kærunefnd og bíða eftir að verða sendar til Grikklands,“ sagði Guðríður. Hún segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að endursenda fólk til Grikklands. „Það sem er auðvitað hægt að gera og hefur verið gert áður og þarf að gera er að taka ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands. Við höfum hætt að senda fólk til Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þannig það er eitthvað sem hægt er að gera,“ sagði Guðríður.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00