Pólskur dagur í Vestmannaeyjum í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2020 12:00 Pólskur dagur er haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum í dag. Pólsk menningarhátíð stendur yfir í Vestmannaeyjum í dag þar sem Pólverjar á staðnum kynna sína menningu fyrir heimamönnum. Um tvö hundruð og fimmtíu Pólverjar búa í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 10:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Það er Vestmannaeyjabær og Pólska sendiráðið í Reykjavík, sem standa fyrir deginum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum með Pólskan dag og þar koma góðir gestir af fasta landinu til að koma og vera með okkur. Við erum að kynna og kynnast Pólskri menningu og öll dagskráin er sett upp þannig, við köllum hana tvítyngda, þú getur bæði notið hennar á íslensku og pólsku og hugsunin er að þeir Pólverjar sem eru hjá okkur, sem eru tæplega 250 að við fáum að kynnast svolítið þeirra menningu og við fáum að kynnast þeim“, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris leggur áherslu á að vel sé tekið á móti nýjum Vestmanneyingum og að þeir aðlagist strax samfélaginu vel og finni sig velkomna sem íbúa bæjarins. Í dag búa um 500 íbúar í Eyjum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Dagskrá dagsins er bæði fjölbreytt og skemmtileg. En hvernig gengur með Pólverjana 250 ? „Það gengur bara vel, við erum rosalega þakklát fyrir að hafa þessa fjölmenningu. Hún gerir okkur bara rík, bæði bætir hún við þekkingu og fræðir okkur og eykur víðsýni og umburðarlyndi“. Dagskrá dagsins í Vestmannaeyjum er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Já, núna í hádeginu er verið að kynna matarmenningu og svo eru tónlistaratriði, bæði íslenska og pólsk tónlist og svo verður farið í menningarlega þætti, þetta er heill dagur frá klukkan 10:00 til 15:00. Það er margt í boði, bæði sendiherrann og konsúlinn eru hér og svo endar dagurinn á því að það verður boðið upp á messu í kirkjunni klukkan þrjú“, segir Íris. Innflytjendamál Menning Pólland Vestmannaeyjar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Pólsk menningarhátíð stendur yfir í Vestmannaeyjum í dag þar sem Pólverjar á staðnum kynna sína menningu fyrir heimamönnum. Um tvö hundruð og fimmtíu Pólverjar búa í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 10:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Það er Vestmannaeyjabær og Pólska sendiráðið í Reykjavík, sem standa fyrir deginum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum með Pólskan dag og þar koma góðir gestir af fasta landinu til að koma og vera með okkur. Við erum að kynna og kynnast Pólskri menningu og öll dagskráin er sett upp þannig, við köllum hana tvítyngda, þú getur bæði notið hennar á íslensku og pólsku og hugsunin er að þeir Pólverjar sem eru hjá okkur, sem eru tæplega 250 að við fáum að kynnast svolítið þeirra menningu og við fáum að kynnast þeim“, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris leggur áherslu á að vel sé tekið á móti nýjum Vestmanneyingum og að þeir aðlagist strax samfélaginu vel og finni sig velkomna sem íbúa bæjarins. Í dag búa um 500 íbúar í Eyjum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Dagskrá dagsins er bæði fjölbreytt og skemmtileg. En hvernig gengur með Pólverjana 250 ? „Það gengur bara vel, við erum rosalega þakklát fyrir að hafa þessa fjölmenningu. Hún gerir okkur bara rík, bæði bætir hún við þekkingu og fræðir okkur og eykur víðsýni og umburðarlyndi“. Dagskrá dagsins í Vestmannaeyjum er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Já, núna í hádeginu er verið að kynna matarmenningu og svo eru tónlistaratriði, bæði íslenska og pólsk tónlist og svo verður farið í menningarlega þætti, þetta er heill dagur frá klukkan 10:00 til 15:00. Það er margt í boði, bæði sendiherrann og konsúlinn eru hér og svo endar dagurinn á því að það verður boðið upp á messu í kirkjunni klukkan þrjú“, segir Íris.
Innflytjendamál Menning Pólland Vestmannaeyjar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira