Innlent

Enginn samningafundur milli Eflingar og sveitarfélaga fyrr en á mánudaginn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.
Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm

Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kópavogi, Hveragerði og Ölfusi stendur yfir og ekki verður fundað næst í kjaradeilunni fyrr en 16. mars. Þetta kemur fram á heimasíðu Eflingar.

Verkfallið hefur nokkur áhrif á starfsemi sveitarfélaganna og hefur meðal annars raskað skólastarfi. Síðasti fundur í kjaradeilunni var í gær en ekki var fundað í dag líkt og til stóð heldur hefur næsti fundur verið boðaður í kjaradeilunni á mánudaginn.

„Ég er bara gáttaður á seinagangi Sambands íslenskra sveitarfélaga við að sinna þessum viðræðum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um ástæður þess að fundi var frestað. Verkfallið nær til alls um 270 starfsmanna hjá sveitarfélögunum fimm, flestir þeirra starfa hjá Kópavogsbæ.

Þá er vakin athygli á þvíí tilkynningu á vef Eflingar aðþjónusta áskrifstofu stéttarfélagsins hafi veriðskert í forvarnarskyni vegna Covid-19. Er félagsmönnum bent á að nýta sér þjónustu í gegnum síma og tölvupóst en athygli jafnframt vakin á þvíað afgreiðsla erinda geti tekiðlengri tíma en venjulegaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.