Innlent

Eitt nýtt smit

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Starfsfólk veirufræðideildar Landspítala að störfum.
Starfsfólk veirufræðideildar Landspítala að störfum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Eitt smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því 1804.

Á veirufræðideild Landspítalans voru tekin 141 sýni í gær, en 350 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Virkum smitum hefur fjölgaðum eitt síðan í gær, og eru nú þrjú samkvæmt vef landlæknis og almannavarna, covid.is.

Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og hefur 1.791 náð bata. Fólki í sóttkví fjölgarlítillega á milli daga og eru nú 897. Alls hafa nú 20.228 lokið sóttkví og 58.786 sýni verið tekin.

Tíu hafa látist af völdum veirunnar á Íslandi.

Næsti upplýsingafundur almannavarna verður á mánudaginn klukkan 14. Þá taka frekari tilslakanir á samkomubanni gildi. Meðal annars opna líkamsræktarstöðvar dyr sínar og fjöldi fólks sem má vera í sama rými verður aukinn í 200.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×