Innlent

Stöðugildum lögreglu verður bætt við á höfuðborgarsvæðinu í átaki gegn heimilisofbeldi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Þremur stöðugildum lögreglu verður bætt við á höfuðborgarsvæðinu í fjóra mánuði til að efla samstarf lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í sumar.
Þremur stöðugildum lögreglu verður bætt við á höfuðborgarsvæðinu í fjóra mánuði til að efla samstarf lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í sumar. Vísir/vilhelm

Þremur stöðugildum lögreglu verður bætt við á höfuðborgarsvæðinu í fjóra mánuði til að efla samstarf lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í sumar. Er þetta hluti af átaki gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum í tengslum við afleiðingar kórónuveirunnar.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur birt á vef sínum yfirlit yfir þær aðgerðir stjórnvalda sem snúa beint eða óbeint að sveitarfélögum.

Þar kemur meðal annars fram að ráðist verði í átak gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum, en 215 milljónum króna verður varið í átakið. Meðal helstu aðgerða er aukinn stuðningur við þolendur og fjölskyldur þeirra auk viðbótarframlags til Barnahúss.

Þremur stöðugildum lögreglu verður bætt við í fjóra mánuði á höfuðborgarsvæðinu til að efla samstarf lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í sumar til að auðvelda markvissari aðkomu að þjónustu við börn í viðkvæmri stöðu. Unnið er nú að nánari útfærslu átaksins og er aðgerðin í vinnslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.