„Þetta verður ekki auðvelt“ Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 11:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Staðan sé allt önnur en árið 2008 og ríkissjóður standi betur. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindi hann spurningu sinni að forsætisráðherra og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við auknu atvinnuleysi, ferðabanni og öðrum erfiðleikum sem gætu orðið í kjölfar heimsfaraldursins. „Þó þjóðarbúið standi vel er velferðarkerfið í þeim mun veikari málum því hér hefur verið rekin hægri stefna,“ sagði Logi og bætti við að honum þætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar óljósar og máttlausar. Með þessu áframhaldi gæti þjóðin verið að sigla inn í svipað ástand og árið 2008. Í svari sínu sagði Katrín ríkisstjórnina vinna að því að bregðast við þeim erfiðleikum sem gætu verið fram undan. Ríkisstjórnin myndi funda í hádeginu og á morgun yrði fundur með aðilum vinnumarkaðarins, en þeim fundi var frestað eftir tíðindi næturinnar. „Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þrengingum, þær verða tímabundnar og ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að við komum standandi úr þessum hremmingum.“ Þá áréttaði Katrín að staða Íslands væri önnur og betri en árið 2008. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og skuldsetning heimila og atvinnulífs væri minni. Þá hefði ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til að styðja við fyrirtækin í landinu og von væri á frekari aðgerðum. Katrín sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því undanfarin ár að styrkja heilbrigðiskerfið og væri mikilvægi þess að sanna sig núna. Þó svo að erfitt verkefni biði stjórnvalda stæði Ísland mjög vel til að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika. „Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega verið að styrkja velferðarkerfið og grunnstoðir þess. Staðan er þannig að við munum þurfa á því að halda,“ sagði Katrín og áréttaði að það væri mikilvægt hvernig stjórnmálin myndu bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Staðan sé allt önnur en árið 2008 og ríkissjóður standi betur. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindi hann spurningu sinni að forsætisráðherra og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við auknu atvinnuleysi, ferðabanni og öðrum erfiðleikum sem gætu orðið í kjölfar heimsfaraldursins. „Þó þjóðarbúið standi vel er velferðarkerfið í þeim mun veikari málum því hér hefur verið rekin hægri stefna,“ sagði Logi og bætti við að honum þætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar óljósar og máttlausar. Með þessu áframhaldi gæti þjóðin verið að sigla inn í svipað ástand og árið 2008. Í svari sínu sagði Katrín ríkisstjórnina vinna að því að bregðast við þeim erfiðleikum sem gætu verið fram undan. Ríkisstjórnin myndi funda í hádeginu og á morgun yrði fundur með aðilum vinnumarkaðarins, en þeim fundi var frestað eftir tíðindi næturinnar. „Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þrengingum, þær verða tímabundnar og ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að við komum standandi úr þessum hremmingum.“ Þá áréttaði Katrín að staða Íslands væri önnur og betri en árið 2008. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og skuldsetning heimila og atvinnulífs væri minni. Þá hefði ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til að styðja við fyrirtækin í landinu og von væri á frekari aðgerðum. Katrín sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því undanfarin ár að styrkja heilbrigðiskerfið og væri mikilvægi þess að sanna sig núna. Þó svo að erfitt verkefni biði stjórnvalda stæði Ísland mjög vel til að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika. „Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega verið að styrkja velferðarkerfið og grunnstoðir þess. Staðan er þannig að við munum þurfa á því að halda,“ sagði Katrín og áréttaði að það væri mikilvægt hvernig stjórnmálin myndu bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45
Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45