„Þetta verður ekki auðvelt“ Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 11:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Staðan sé allt önnur en árið 2008 og ríkissjóður standi betur. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindi hann spurningu sinni að forsætisráðherra og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við auknu atvinnuleysi, ferðabanni og öðrum erfiðleikum sem gætu orðið í kjölfar heimsfaraldursins. „Þó þjóðarbúið standi vel er velferðarkerfið í þeim mun veikari málum því hér hefur verið rekin hægri stefna,“ sagði Logi og bætti við að honum þætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar óljósar og máttlausar. Með þessu áframhaldi gæti þjóðin verið að sigla inn í svipað ástand og árið 2008. Í svari sínu sagði Katrín ríkisstjórnina vinna að því að bregðast við þeim erfiðleikum sem gætu verið fram undan. Ríkisstjórnin myndi funda í hádeginu og á morgun yrði fundur með aðilum vinnumarkaðarins, en þeim fundi var frestað eftir tíðindi næturinnar. „Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þrengingum, þær verða tímabundnar og ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að við komum standandi úr þessum hremmingum.“ Þá áréttaði Katrín að staða Íslands væri önnur og betri en árið 2008. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og skuldsetning heimila og atvinnulífs væri minni. Þá hefði ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til að styðja við fyrirtækin í landinu og von væri á frekari aðgerðum. Katrín sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því undanfarin ár að styrkja heilbrigðiskerfið og væri mikilvægi þess að sanna sig núna. Þó svo að erfitt verkefni biði stjórnvalda stæði Ísland mjög vel til að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika. „Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega verið að styrkja velferðarkerfið og grunnstoðir þess. Staðan er þannig að við munum þurfa á því að halda,“ sagði Katrín og áréttaði að það væri mikilvægt hvernig stjórnmálin myndu bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Staðan sé allt önnur en árið 2008 og ríkissjóður standi betur. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindi hann spurningu sinni að forsætisráðherra og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við auknu atvinnuleysi, ferðabanni og öðrum erfiðleikum sem gætu orðið í kjölfar heimsfaraldursins. „Þó þjóðarbúið standi vel er velferðarkerfið í þeim mun veikari málum því hér hefur verið rekin hægri stefna,“ sagði Logi og bætti við að honum þætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar óljósar og máttlausar. Með þessu áframhaldi gæti þjóðin verið að sigla inn í svipað ástand og árið 2008. Í svari sínu sagði Katrín ríkisstjórnina vinna að því að bregðast við þeim erfiðleikum sem gætu verið fram undan. Ríkisstjórnin myndi funda í hádeginu og á morgun yrði fundur með aðilum vinnumarkaðarins, en þeim fundi var frestað eftir tíðindi næturinnar. „Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þrengingum, þær verða tímabundnar og ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að við komum standandi úr þessum hremmingum.“ Þá áréttaði Katrín að staða Íslands væri önnur og betri en árið 2008. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og skuldsetning heimila og atvinnulífs væri minni. Þá hefði ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til að styðja við fyrirtækin í landinu og von væri á frekari aðgerðum. Katrín sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því undanfarin ár að styrkja heilbrigðiskerfið og væri mikilvægi þess að sanna sig núna. Þó svo að erfitt verkefni biði stjórnvalda stæði Ísland mjög vel til að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika. „Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega verið að styrkja velferðarkerfið og grunnstoðir þess. Staðan er þannig að við munum þurfa á því að halda,“ sagði Katrín og áréttaði að það væri mikilvægt hvernig stjórnmálin myndu bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45
Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45