„Á einni nóttu hvarf allt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 13:31 Ísleifur er framkvæmdastjóri Senu Live. Ísleifur Þórhallsson frá Senu Live segir óþægilegt að vita ekki hvernig staðan verður þegar líða fer á árið en fjölmargir viðburðahaldarar hafa þurft að fresta eða hætta við ýmsa viðburði vegna kórónuveirunnar. Ísleifur ræddi málið í Harmageddon á Xinu í gær. „Fyrir fyrirtæki sem starfar við viðburði hefur þetta svipuð áhrif á okkur og flugfélag,“ segir Ísleifur. „Áður en þetta byrjaði átti að vera brjálað að gera á öllum sviðum. Við gerum árshátíðir, hvataferðir, ráðstefnur, tónleika, uppistand og fleira. Við horfðum fram á rosalega viðburðaríkt ár og allir að kafna og einhvern veginn á einni nóttu hvarf allt.“ Hann segir að mánuðirnir tæmist bara einn af öðrum út árið. „Núna fer ágúst að verða tæmdur og þetta er bara stórfurðulegt ástand. Við vorum með fullt af fólki í vinnu við að halda viðburði og allt í einu hverfur allt. Nú erum við með fullt af fólki í vinnu við að færa til að fresta og aflýsa. Þetta er ótrúlegt högg og ótrúlega furðulegir tímar.“ Ísleifur segir að óvissan sé mjög óþægileg. „Það veit enginn hvenær þetta endar eða hvenær þetta skánar. Svo áttar mig sig heldur ekkert á því hvernig heimurinn verður jafnvel þegar þetta er yfirstaðið. Hvort sem það verður 2000 manns, 500 manns eða hvort tveggja metra reglan sé í gildi þegar líður á árið, þetta skiptir allt rosalega miklu máli og það er ekki hægt að gera nein plön.“ Hann kallar eftir skýrari sviðsmynd frá stjórnvöldum á næstunni. „Þau eru örugglega að gera sitt besta með að hafa þetta skýrt en eins og er er ekki hægt að gera nokkur einustu plön varðandi nokkurn skapaðan hlut.“ Sena Live stendur fyrir viðburði eins og Iceland Airwaves. „Sú hátíð verður í nóvember og ég held að allir hugsi til þess að varla verði ennþá í nóvember miklar hömlur. Getur einhvern hugsað það til enda að við séum komin í nóvember og þú getir ekki ennþá farið út að hitta fólk eða fara inn á veitingarstaði eða á tónleika. Ég held að það sé ekki hægt að hugsa svo langt. Ég trúi því að Ísland verði komið í gott lag en það er spurning með restina af heiminum og spurning með flug og ferðalög og hvernig það leggst í fólk. Við göngum út frá því að Iceland Airwaves fari alltaf fram með einhverju sniði.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Ísleif. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson frá Senu Live segir óþægilegt að vita ekki hvernig staðan verður þegar líða fer á árið en fjölmargir viðburðahaldarar hafa þurft að fresta eða hætta við ýmsa viðburði vegna kórónuveirunnar. Ísleifur ræddi málið í Harmageddon á Xinu í gær. „Fyrir fyrirtæki sem starfar við viðburði hefur þetta svipuð áhrif á okkur og flugfélag,“ segir Ísleifur. „Áður en þetta byrjaði átti að vera brjálað að gera á öllum sviðum. Við gerum árshátíðir, hvataferðir, ráðstefnur, tónleika, uppistand og fleira. Við horfðum fram á rosalega viðburðaríkt ár og allir að kafna og einhvern veginn á einni nóttu hvarf allt.“ Hann segir að mánuðirnir tæmist bara einn af öðrum út árið. „Núna fer ágúst að verða tæmdur og þetta er bara stórfurðulegt ástand. Við vorum með fullt af fólki í vinnu við að halda viðburði og allt í einu hverfur allt. Nú erum við með fullt af fólki í vinnu við að færa til að fresta og aflýsa. Þetta er ótrúlegt högg og ótrúlega furðulegir tímar.“ Ísleifur segir að óvissan sé mjög óþægileg. „Það veit enginn hvenær þetta endar eða hvenær þetta skánar. Svo áttar mig sig heldur ekkert á því hvernig heimurinn verður jafnvel þegar þetta er yfirstaðið. Hvort sem það verður 2000 manns, 500 manns eða hvort tveggja metra reglan sé í gildi þegar líður á árið, þetta skiptir allt rosalega miklu máli og það er ekki hægt að gera nein plön.“ Hann kallar eftir skýrari sviðsmynd frá stjórnvöldum á næstunni. „Þau eru örugglega að gera sitt besta með að hafa þetta skýrt en eins og er er ekki hægt að gera nokkur einustu plön varðandi nokkurn skapaðan hlut.“ Sena Live stendur fyrir viðburði eins og Iceland Airwaves. „Sú hátíð verður í nóvember og ég held að allir hugsi til þess að varla verði ennþá í nóvember miklar hömlur. Getur einhvern hugsað það til enda að við séum komin í nóvember og þú getir ekki ennþá farið út að hitta fólk eða fara inn á veitingarstaði eða á tónleika. Ég held að það sé ekki hægt að hugsa svo langt. Ég trúi því að Ísland verði komið í gott lag en það er spurning með restina af heiminum og spurning með flug og ferðalög og hvernig það leggst í fólk. Við göngum út frá því að Iceland Airwaves fari alltaf fram með einhverju sniði.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Ísleif.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira