„Á einni nóttu hvarf allt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 13:31 Ísleifur er framkvæmdastjóri Senu Live. Ísleifur Þórhallsson frá Senu Live segir óþægilegt að vita ekki hvernig staðan verður þegar líða fer á árið en fjölmargir viðburðahaldarar hafa þurft að fresta eða hætta við ýmsa viðburði vegna kórónuveirunnar. Ísleifur ræddi málið í Harmageddon á Xinu í gær. „Fyrir fyrirtæki sem starfar við viðburði hefur þetta svipuð áhrif á okkur og flugfélag,“ segir Ísleifur. „Áður en þetta byrjaði átti að vera brjálað að gera á öllum sviðum. Við gerum árshátíðir, hvataferðir, ráðstefnur, tónleika, uppistand og fleira. Við horfðum fram á rosalega viðburðaríkt ár og allir að kafna og einhvern veginn á einni nóttu hvarf allt.“ Hann segir að mánuðirnir tæmist bara einn af öðrum út árið. „Núna fer ágúst að verða tæmdur og þetta er bara stórfurðulegt ástand. Við vorum með fullt af fólki í vinnu við að halda viðburði og allt í einu hverfur allt. Nú erum við með fullt af fólki í vinnu við að færa til að fresta og aflýsa. Þetta er ótrúlegt högg og ótrúlega furðulegir tímar.“ Ísleifur segir að óvissan sé mjög óþægileg. „Það veit enginn hvenær þetta endar eða hvenær þetta skánar. Svo áttar mig sig heldur ekkert á því hvernig heimurinn verður jafnvel þegar þetta er yfirstaðið. Hvort sem það verður 2000 manns, 500 manns eða hvort tveggja metra reglan sé í gildi þegar líður á árið, þetta skiptir allt rosalega miklu máli og það er ekki hægt að gera nein plön.“ Hann kallar eftir skýrari sviðsmynd frá stjórnvöldum á næstunni. „Þau eru örugglega að gera sitt besta með að hafa þetta skýrt en eins og er er ekki hægt að gera nokkur einustu plön varðandi nokkurn skapaðan hlut.“ Sena Live stendur fyrir viðburði eins og Iceland Airwaves. „Sú hátíð verður í nóvember og ég held að allir hugsi til þess að varla verði ennþá í nóvember miklar hömlur. Getur einhvern hugsað það til enda að við séum komin í nóvember og þú getir ekki ennþá farið út að hitta fólk eða fara inn á veitingarstaði eða á tónleika. Ég held að það sé ekki hægt að hugsa svo langt. Ég trúi því að Ísland verði komið í gott lag en það er spurning með restina af heiminum og spurning með flug og ferðalög og hvernig það leggst í fólk. Við göngum út frá því að Iceland Airwaves fari alltaf fram með einhverju sniði.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Ísleif. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson frá Senu Live segir óþægilegt að vita ekki hvernig staðan verður þegar líða fer á árið en fjölmargir viðburðahaldarar hafa þurft að fresta eða hætta við ýmsa viðburði vegna kórónuveirunnar. Ísleifur ræddi málið í Harmageddon á Xinu í gær. „Fyrir fyrirtæki sem starfar við viðburði hefur þetta svipuð áhrif á okkur og flugfélag,“ segir Ísleifur. „Áður en þetta byrjaði átti að vera brjálað að gera á öllum sviðum. Við gerum árshátíðir, hvataferðir, ráðstefnur, tónleika, uppistand og fleira. Við horfðum fram á rosalega viðburðaríkt ár og allir að kafna og einhvern veginn á einni nóttu hvarf allt.“ Hann segir að mánuðirnir tæmist bara einn af öðrum út árið. „Núna fer ágúst að verða tæmdur og þetta er bara stórfurðulegt ástand. Við vorum með fullt af fólki í vinnu við að halda viðburði og allt í einu hverfur allt. Nú erum við með fullt af fólki í vinnu við að færa til að fresta og aflýsa. Þetta er ótrúlegt högg og ótrúlega furðulegir tímar.“ Ísleifur segir að óvissan sé mjög óþægileg. „Það veit enginn hvenær þetta endar eða hvenær þetta skánar. Svo áttar mig sig heldur ekkert á því hvernig heimurinn verður jafnvel þegar þetta er yfirstaðið. Hvort sem það verður 2000 manns, 500 manns eða hvort tveggja metra reglan sé í gildi þegar líður á árið, þetta skiptir allt rosalega miklu máli og það er ekki hægt að gera nein plön.“ Hann kallar eftir skýrari sviðsmynd frá stjórnvöldum á næstunni. „Þau eru örugglega að gera sitt besta með að hafa þetta skýrt en eins og er er ekki hægt að gera nokkur einustu plön varðandi nokkurn skapaðan hlut.“ Sena Live stendur fyrir viðburði eins og Iceland Airwaves. „Sú hátíð verður í nóvember og ég held að allir hugsi til þess að varla verði ennþá í nóvember miklar hömlur. Getur einhvern hugsað það til enda að við séum komin í nóvember og þú getir ekki ennþá farið út að hitta fólk eða fara inn á veitingarstaði eða á tónleika. Ég held að það sé ekki hægt að hugsa svo langt. Ég trúi því að Ísland verði komið í gott lag en það er spurning með restina af heiminum og spurning með flug og ferðalög og hvernig það leggst í fólk. Við göngum út frá því að Iceland Airwaves fari alltaf fram með einhverju sniði.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Ísleif.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira