Menning

Fyrstu Ís­lensku hljóð­bóka­verð­launin fóru fram í Hörpu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona var kynnir hátíðarinnar þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna, glæpasagna, barna- og unglingabóka og almennra bóka.

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ávarpaði gesti og afhenti verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka en bókin Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld hreppti hnossið. Í flokki glæpasagna bar Marrið, frumraun Evu Bjargar Ægisdóttur, sigur úr bítum í lestri Írisar Tönju Flygenring.

Þórdís Björk og Íris Tanja fengu báðar hljóðbókaverðlaun fyrir lestur sinn í bókunum Marrið og Gríma.aðsend/storytel

Verðlaun fyrir bestu almennu hljóðbókina hlaut Héðinn Unnsteinsson fyrir bók sína Vertu úlfur, wargus esto, í lestri Hjálmars Hjálmarssonar. Bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna þótti Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur.

Sérstök heiðursverðlaun afhenti frú Eliza Reid forsetafrú honum Gísla Helgasyni fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Sigurvegarar hlutu glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren.

Hljóðbókaverðlaunin eru með fyrstu viðburðunum sem fara fram í Hörpu eftir að létt var á samkomubanni og því nutu prúðbúnir gestir samvistar - í hæfilegri fjarlægð.


Tengdar fréttir

Íslensku hljóðbókarverðlaunin afhent á föstudag

Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.