Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2020 22:49 Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona var kynnir hátíðarinnar þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna, glæpasagna, barna- og unglingabóka og almennra bóka. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ávarpaði gesti og afhenti verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka en bókin Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld hreppti hnossið. Í flokki glæpasagna bar Marrið, frumraun Evu Bjargar Ægisdóttur, sigur úr bítum í lestri Írisar Tönju Flygenring. Þórdís Björk og Íris Tanja fengu báðar hljóðbókaverðlaun fyrir lestur sinn í bókunum Marrið og Gríma.aðsend/storytel Verðlaun fyrir bestu almennu hljóðbókina hlaut Héðinn Unnsteinsson fyrir bók sína Vertu úlfur, wargus esto, í lestri Hjálmars Hjálmarssonar. Bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna þótti Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur. Sérstök heiðursverðlaun afhenti frú Eliza Reid forsetafrú honum Gísla Helgasyni fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Sigurvegarar hlutu glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Hljóðbókaverðlaunin eru með fyrstu viðburðunum sem fara fram í Hörpu eftir að létt var á samkomubanni og því nutu prúðbúnir gestir samvistar - í hæfilegri fjarlægð. Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í kvöld. Sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu hér á Vísi. 22. maí 2020 19:30 Íslensku hljóðbókarverðlaunin afhent á föstudag Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum 20. maí 2020 16:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona var kynnir hátíðarinnar þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna, glæpasagna, barna- og unglingabóka og almennra bóka. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ávarpaði gesti og afhenti verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka en bókin Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld hreppti hnossið. Í flokki glæpasagna bar Marrið, frumraun Evu Bjargar Ægisdóttur, sigur úr bítum í lestri Írisar Tönju Flygenring. Þórdís Björk og Íris Tanja fengu báðar hljóðbókaverðlaun fyrir lestur sinn í bókunum Marrið og Gríma.aðsend/storytel Verðlaun fyrir bestu almennu hljóðbókina hlaut Héðinn Unnsteinsson fyrir bók sína Vertu úlfur, wargus esto, í lestri Hjálmars Hjálmarssonar. Bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna þótti Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur. Sérstök heiðursverðlaun afhenti frú Eliza Reid forsetafrú honum Gísla Helgasyni fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Sigurvegarar hlutu glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Hljóðbókaverðlaunin eru með fyrstu viðburðunum sem fara fram í Hörpu eftir að létt var á samkomubanni og því nutu prúðbúnir gestir samvistar - í hæfilegri fjarlægð.
Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í kvöld. Sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu hér á Vísi. 22. maí 2020 19:30 Íslensku hljóðbókarverðlaunin afhent á föstudag Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum 20. maí 2020 16:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í kvöld. Sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu hér á Vísi. 22. maí 2020 19:30
Íslensku hljóðbókarverðlaunin afhent á föstudag Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum 20. maí 2020 16:00