Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Kristín Ólafsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. maí 2020 06:28 Frá vettvangi brunans í morgun. Vísir/Jóhann K. Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsstjóra en tjón er þó talsvert. Útkallið barst Brunavörnum Árnessýslu klukkan 3:14 í nótt. Kalla þurfti út slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi, auk tveggja tankbíla frá stöðvum þaðan vegna þess að ekkert vatn er á svæðinu þar sem búðirnar standa. „Það var heilmikill eldur í þeim hluta búðanna sem munu líklega verða eldhús og mötuneyti. Okkur tókst nokkuð greiðlega að slökkva eldinn þegar við vorum komnir með vatn,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við fréttastofu á vettvangi snemma í morgun. Slökkviliðsmenn að störfum í morgunbirtunni.Vísir/Jóhann K. Tankbílarnir voru notaðir til að ferja vatn að vettvangi brunans. „Heilmikil vinna en það gekk greiðlega þegar við komumst af stað,“ sagði Pétur. Búðirnar samanstanda af um tíu einingum. Mikill eldur var í tveimur þeirra. „Reykkafarar unnu aðeins í anddyri til að ná betur að eldi innan frá en að mestu leyti var þetta unnið utan frá í körfubíl.“ Þá varð talsvert tjón á búðunum. „Já, þetta er mikið tjón án efa. En það vill þó til að þetta kviknar í enda hlémegin miðað við vindinn, það er strekkingsvindur. Hefði kviknað hinum megin hefði þessi eining líklega farið alveg. En þarna spilaði náttúran með okkur fyrst að eldurinn kom upp þarna megin og það tókst að stoppa þetta.“ Slökkviliðsmaður slekkur eldinn úr körfubíl.Vísir/Jóhann K. Heilmikill eldur logaði í tveimur einingum.Vísir/Jóhann K. Slökkvilið Ölfus Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsstjóra en tjón er þó talsvert. Útkallið barst Brunavörnum Árnessýslu klukkan 3:14 í nótt. Kalla þurfti út slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi, auk tveggja tankbíla frá stöðvum þaðan vegna þess að ekkert vatn er á svæðinu þar sem búðirnar standa. „Það var heilmikill eldur í þeim hluta búðanna sem munu líklega verða eldhús og mötuneyti. Okkur tókst nokkuð greiðlega að slökkva eldinn þegar við vorum komnir með vatn,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við fréttastofu á vettvangi snemma í morgun. Slökkviliðsmenn að störfum í morgunbirtunni.Vísir/Jóhann K. Tankbílarnir voru notaðir til að ferja vatn að vettvangi brunans. „Heilmikil vinna en það gekk greiðlega þegar við komumst af stað,“ sagði Pétur. Búðirnar samanstanda af um tíu einingum. Mikill eldur var í tveimur þeirra. „Reykkafarar unnu aðeins í anddyri til að ná betur að eldi innan frá en að mestu leyti var þetta unnið utan frá í körfubíl.“ Þá varð talsvert tjón á búðunum. „Já, þetta er mikið tjón án efa. En það vill þó til að þetta kviknar í enda hlémegin miðað við vindinn, það er strekkingsvindur. Hefði kviknað hinum megin hefði þessi eining líklega farið alveg. En þarna spilaði náttúran með okkur fyrst að eldurinn kom upp þarna megin og það tókst að stoppa þetta.“ Slökkviliðsmaður slekkur eldinn úr körfubíl.Vísir/Jóhann K. Heilmikill eldur logaði í tveimur einingum.Vísir/Jóhann K.
Slökkvilið Ölfus Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira