Innlent

Úrslit Gettu betur fyrir luktum dyrum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir eru spurningahöfundar Gettu betur.
Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir eru spurningahöfundar Gettu betur.

Engir áhorfendur verða viðstaddir úrslitaþátt Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fer á föstudaginn. Þá leiða saman hesta sína lið Borgarholtsskóla og Menntaskólans í Reykjavík.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, aðstoðardagskrárstjóri Ríkistúvarpsins, segir í samtali við fréttastofu RÚV, að beiðni hafi borist frá skólastjórnendum beggja skóla. Við beiðninni hafi verið orðið.

Keppnin verður því send út frá myndveri RÚV í Efstaleiti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×