„Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 17:00 Zoran Miljkovic og Arnar spiluðu saman á Skaganum og unnu þar titla saman. vísir Arnar Gunnlaugsson segir að Luka Kostic sé langbesti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi og að Zoran Miljkovic hafi ekki kallað allt ömmu sína en Arnar var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Arnar fór um víðan völl í viðtalinu. Hann valdi meðal annars eftirminnilegustu leikina og stundirnar á ferlinum hér heima en einnig valdi hann úrvalslið sitt með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Mig langaði að hafa þrennuna af Skaganum með Óla Adolfs líka en fyrirgefðu Óli. Kristján var bara mannæta hjá KR. Hann var pirrandi. Hann var eini leikmaðurinn sem ég spilaði á móti á æfingu sem ég komst aldrei framhjá. Ég myndi segja að tíu árum yngri hefði ég snýtt honum en á þessum árum var hann gríðarlega öflugur og átti giftugsamlegan feril,“ sagði Arnar um fyrsta miðvörðinn; Kristján Örn Sigurðsson. Luka Kostic og Zoran Miljkovic voru með Kristjáni í þriggja manna varnarlínu. „Kostic er ekki besti heldur langbesti útlendingur sem hefur komið til Íslands. Menn þekkja kannski ekki hans sögu en hann kemur upp á Akranes út af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Hann kenndi okkur margt og hvernig á að lifa sem atvinnumenn,“ áður en talið barst að Zoran. „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna. Hann var það „nasty“ að ég var skíthræddur við hann. Hann var svo mikill sigurvegari og það skein í gegn. Hann spilaði líka í Vestmannaeyjum og hvað gerðist þar? Þeir urðu meistarar. Geggjaður.“ Klippa: Sportð í kvöld - Arnar um besta erlenda leikmanninn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að Luka Kostic sé langbesti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi og að Zoran Miljkovic hafi ekki kallað allt ömmu sína en Arnar var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Arnar fór um víðan völl í viðtalinu. Hann valdi meðal annars eftirminnilegustu leikina og stundirnar á ferlinum hér heima en einnig valdi hann úrvalslið sitt með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Mig langaði að hafa þrennuna af Skaganum með Óla Adolfs líka en fyrirgefðu Óli. Kristján var bara mannæta hjá KR. Hann var pirrandi. Hann var eini leikmaðurinn sem ég spilaði á móti á æfingu sem ég komst aldrei framhjá. Ég myndi segja að tíu árum yngri hefði ég snýtt honum en á þessum árum var hann gríðarlega öflugur og átti giftugsamlegan feril,“ sagði Arnar um fyrsta miðvörðinn; Kristján Örn Sigurðsson. Luka Kostic og Zoran Miljkovic voru með Kristjáni í þriggja manna varnarlínu. „Kostic er ekki besti heldur langbesti útlendingur sem hefur komið til Íslands. Menn þekkja kannski ekki hans sögu en hann kemur upp á Akranes út af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Hann kenndi okkur margt og hvernig á að lifa sem atvinnumenn,“ áður en talið barst að Zoran. „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna. Hann var það „nasty“ að ég var skíthræddur við hann. Hann var svo mikill sigurvegari og það skein í gegn. Hann spilaði líka í Vestmannaeyjum og hvað gerðist þar? Þeir urðu meistarar. Geggjaður.“ Klippa: Sportð í kvöld - Arnar um besta erlenda leikmanninn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira