Innlent

Sá fyrsti verulega veikur vegna kórónuveirunnar lagður inn

Jakob Bjarnar skrifar
Sá fyrsti sem er verulega veikur vegna kórónuveirunnar hefur nú verið lagður inn á Landspítalann. Hann er með háan hita og er eldri karlmaður.
Sá fyrsti sem er verulega veikur vegna kórónuveirunnar hefur nú verið lagður inn á Landspítalann. Hann er með háan hita og er eldri karlmaður. visir/vilhelm

„Það var lagður inn maður í dag. Ég myndi ekki vilja tjá mig um veikindi hans en hann kemur úr einangrun og var lagður inn,“ segir Már Kristjánsson formaður farsóttanefndar.

Þetta þýðir að um er að ræða þann fyrsta sem leggst inn á Landspítala og er verulega veikur vegna kórónuveirunnar.

Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, staðfestir þetta svo í samtali við Vísi. Um sé að ræða eldri mann og hafi hann verið með afar háan hita. Ekki er hægt að fara út í smáatriði varðandi veikindi hans.

Þetta er sá þriðji sem lagður er inn vegna kórónuveirunnar eftir að hún kom upp, að sögn Kjartans. Sá fyrsti sem greindist var lagður inn og svo var annar sem lagður var inn vegna flóknari mála sem snéru að félagslegum aðstæðum.

Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn í skíðaferð í Austurríki. Hann mun vera 67 ára og hefur verið á heimili sínu frá því hann kom heim. Um miðja síðustu viku fékk hann flensueinkenni, verulegan hita og beinverki.

Það var svo í dag sem hann var sóttur heim til sín á tveimur sjúkrabílum. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn klæddir í viðeigandi öryggisbúnað fluttu manninn á Landspítalann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×