Innlent

Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Maðurinn var 67 ára.
Maðurinn var 67 ára.

Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Maðurinn lést í gær á gjörgæsludeild Landspítalans, 67 ára að aldri.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu gerði tæknideild lögreglu vettvangsrannsókn á upptökum eldsins í gær. Meðal þess sem tekið verður til frekari skoðunar er rafmagnstæki. Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×