Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 11:26 Fulltrúi Ísraels í Eurovision í ár, Eden Alene. Ebu/Ran Yehezkel Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. Hefð er fyrir því að keppendur taki upp hið svokallaða „póstkort,“ myndbandsinnslagið sem spilað er áður en þeir stíga á svið í Eurovision, í landinu sem hýsir keppnina hverju sinni. Myndbandið er þannig í aðra röndina kynning á keppandanum en um leið auglýsing fyrir gestgjafann. Formaður ísraelsku sendinefndarinnar greindi frá ákvörðuninni á mánudag, að því er fram kemur í ísraelskum miðlum. Þar segir jafnframt að unnið sé að því að finna aðra útfærslu þannig að ísraelska framlagið stingi ekki í stúf við aðra keppendur.Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og fyrrnefndir Ísraelsmenn. Felix Bergsson, formaður íslensku sendinefndirnar, lét sig þó ekki vanta. Norðmanninum Jon Ola Sand, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Eurovision eftir keppnina í ár, var einnig meinuð þátttaka í sendinefndafundinum. Hann, eins og aðrir starfsmenn EBU, er í ferðabanni út þessa viku hið minnsta. View this post on InstagramHead of Delegation fundur fyrir Eurovision Song Contest í Rotterdam! Glæsilegar aðstæður og glæsileg keppni í uppsiglingu ef allt gengur að óskum. Þema hátíðarinnar er Open Up! #eurovision #ruv @ruvgram @songvakeppnin #12stig #openup #rotterdam #eurovision2020 @dadimakesmusic A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) on Mar 9, 2020 at 5:58am PDT Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í upphafi vikunnar að öll þau sem koma til landsins, jafnt Ísraelsmenn sem ferðalangar, munu þurfa að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Nú hafa á áttunda tug smittilfella komið upp í landinu. Þó svo að víða um Evrópu sé búið að setja á samkomubann vegna útbreiðslu veirunnar hefur engin slík ákvörðun verið tekin í tengslum við Eurovision. EBU hefur þó sagst fylgjast náið með stöðunni og hafi nokkrar útfærslur á keppninni til skoðunar. Þau hafa þó ekki gefið upp hvaða sviðmyndir séu inni í myndinni en spekúlöntum þykir líklegast að ef allt fer á versta veg verði áhorfendalausa útfærsla Dana fyrir valinu. Ísraelar stíga á svið á fyrra undankvöldinu, þann 12. maí. Hér að ofan má heyra lag þeirra í ár; Feker Libi í flutningi Eden Alene. Eurovision Holland Ísrael Tengdar fréttir Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47 Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18 Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. Hefð er fyrir því að keppendur taki upp hið svokallaða „póstkort,“ myndbandsinnslagið sem spilað er áður en þeir stíga á svið í Eurovision, í landinu sem hýsir keppnina hverju sinni. Myndbandið er þannig í aðra röndina kynning á keppandanum en um leið auglýsing fyrir gestgjafann. Formaður ísraelsku sendinefndarinnar greindi frá ákvörðuninni á mánudag, að því er fram kemur í ísraelskum miðlum. Þar segir jafnframt að unnið sé að því að finna aðra útfærslu þannig að ísraelska framlagið stingi ekki í stúf við aðra keppendur.Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og fyrrnefndir Ísraelsmenn. Felix Bergsson, formaður íslensku sendinefndirnar, lét sig þó ekki vanta. Norðmanninum Jon Ola Sand, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Eurovision eftir keppnina í ár, var einnig meinuð þátttaka í sendinefndafundinum. Hann, eins og aðrir starfsmenn EBU, er í ferðabanni út þessa viku hið minnsta. View this post on InstagramHead of Delegation fundur fyrir Eurovision Song Contest í Rotterdam! Glæsilegar aðstæður og glæsileg keppni í uppsiglingu ef allt gengur að óskum. Þema hátíðarinnar er Open Up! #eurovision #ruv @ruvgram @songvakeppnin #12stig #openup #rotterdam #eurovision2020 @dadimakesmusic A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) on Mar 9, 2020 at 5:58am PDT Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í upphafi vikunnar að öll þau sem koma til landsins, jafnt Ísraelsmenn sem ferðalangar, munu þurfa að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Nú hafa á áttunda tug smittilfella komið upp í landinu. Þó svo að víða um Evrópu sé búið að setja á samkomubann vegna útbreiðslu veirunnar hefur engin slík ákvörðun verið tekin í tengslum við Eurovision. EBU hefur þó sagst fylgjast náið með stöðunni og hafi nokkrar útfærslur á keppninni til skoðunar. Þau hafa þó ekki gefið upp hvaða sviðmyndir séu inni í myndinni en spekúlöntum þykir líklegast að ef allt fer á versta veg verði áhorfendalausa útfærsla Dana fyrir valinu. Ísraelar stíga á svið á fyrra undankvöldinu, þann 12. maí. Hér að ofan má heyra lag þeirra í ár; Feker Libi í flutningi Eden Alene.
Eurovision Holland Ísrael Tengdar fréttir Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47 Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18 Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47
Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18