Leiðrétta Semu og segja brottvísun á áætlun þrátt fyrir frestun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2020 15:42 Útlendingastofnun segir að þrátt fyrir frestun sé brottvísun á áætlun. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir ekki rétt að frestun brottvísunar írakskrar barnafjölskyldu til Grikklands sé tilkomin vegna þess að grísk stjórnvöld geti ekki tekið á móti þeim vegna aðstæðna. Ástæðan sé sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hafi verið breytt. Því liggi ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hafi nú þegar verið send á réttan aðila í Grikklandi til afgreiðslu. Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjölskyldan er ein fimm fjölskyldna hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands þar sem fjölskyldan hefur fengið alþjóðlega vernd. Bíða samþykkis frá réttum aðila í Grikklandi Sema Erla Serdar, talsmaður fjölkskyldunnar, sagði í tilkynningu í dag að brottvísun hefði verið frestað. Ástæðan væri sú að grísk stjórnvöld segðust ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar. Útlendingastofnun segir þetta ekki rétt. Síðan hefur Sema uppfært færslu sína á Facebook, slegið varnagla og bætt orðinu „eflaust“ við. „Stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbýr nú ferð til Grikklands með fjölskyldu og einstakling, sem var synjað um efnislega meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi vegna þess að þau njóta nú þegar alþjóðlegrar verndar í Grikklandi,“ segir í tilkynningunni frá Útlendingastofnun. „Ferðin var á áætlun í þessari viku en hlutaðeigandi hefur verið tilkynnt að hún muni frestast. Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild er ástæðan sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hefur verið breytt og því liggur ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hefur nú þegar verið send þar til bæru stjórnvaldi til afgreiðslu.“ Það sé því ekki rétt að grísk stjórnvöld hafi hafnað því að taka aftur við einstaklingum sem hafi fengið alþjóðleg vernd í Grikklandi vegna aðstæðna þar í landi. Rauði krossinn segir ástandið í Grikklandi óboðlegt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum. Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins. Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Grikkir segjast ekki geta tekið á móti stjórnvöldum. 10. mars 2020 13:39 Beiðni um endurupptöku í máli íröksku systkinanna hafnað Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. 9. mars 2020 22:51 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir ekki rétt að frestun brottvísunar írakskrar barnafjölskyldu til Grikklands sé tilkomin vegna þess að grísk stjórnvöld geti ekki tekið á móti þeim vegna aðstæðna. Ástæðan sé sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hafi verið breytt. Því liggi ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hafi nú þegar verið send á réttan aðila í Grikklandi til afgreiðslu. Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjölskyldan er ein fimm fjölskyldna hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands þar sem fjölskyldan hefur fengið alþjóðlega vernd. Bíða samþykkis frá réttum aðila í Grikklandi Sema Erla Serdar, talsmaður fjölkskyldunnar, sagði í tilkynningu í dag að brottvísun hefði verið frestað. Ástæðan væri sú að grísk stjórnvöld segðust ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar. Útlendingastofnun segir þetta ekki rétt. Síðan hefur Sema uppfært færslu sína á Facebook, slegið varnagla og bætt orðinu „eflaust“ við. „Stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbýr nú ferð til Grikklands með fjölskyldu og einstakling, sem var synjað um efnislega meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi vegna þess að þau njóta nú þegar alþjóðlegrar verndar í Grikklandi,“ segir í tilkynningunni frá Útlendingastofnun. „Ferðin var á áætlun í þessari viku en hlutaðeigandi hefur verið tilkynnt að hún muni frestast. Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild er ástæðan sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hefur verið breytt og því liggur ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hefur nú þegar verið send þar til bæru stjórnvaldi til afgreiðslu.“ Það sé því ekki rétt að grísk stjórnvöld hafi hafnað því að taka aftur við einstaklingum sem hafi fengið alþjóðleg vernd í Grikklandi vegna aðstæðna þar í landi. Rauði krossinn segir ástandið í Grikklandi óboðlegt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum. Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.
Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Grikkir segjast ekki geta tekið á móti stjórnvöldum. 10. mars 2020 13:39 Beiðni um endurupptöku í máli íröksku systkinanna hafnað Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. 9. mars 2020 22:51 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Grikkir segjast ekki geta tekið á móti stjórnvöldum. 10. mars 2020 13:39
Beiðni um endurupptöku í máli íröksku systkinanna hafnað Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. 9. mars 2020 22:51