Fatlaðir fá sanngirnisbætur verði frumvarp að lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. janúar 2020 19:58 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. stöð 2 Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum. Formaður Landssambands Þroskahjálpar segir sumar stofnanirnar enn starfandi.Árið 2007 voru sett lög sem tóku til barna sem voru vistuð á árum áður á vistheimilum á vegum barnanefndar þar sem kanna átti hvort börnin hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Vistheimilisnefnd sá um rannsóknina og á síðasta ári voru svo greiddar út sanngirnisbætur til tólf hundruð einstaklinga vegna misgjörða á slíkum heimilum. Í lokaskýrslu um sanngirnisbæturnar kom fram að það þyrfti að kanna aðbúnað fatlaðra barna á slíkum stofnunum. Málið hefur verið til meðferðar hjá forsætisráðherra og í samráðsgátt stjórnvalda er nú beðið um umsagnir vegna fyrirhugaðs frumvarps um sanngirnisbætur fatlaðra barna. Katrín Jakobsdóttir segir að markmiðið sé að ljúka þessu máli á næstu misserum.stöð 2 „Ég held að það sé hægt að vinna þetta mjög hratt og mér finnst það mikilvægt ekki síst í ljósi þess að margt af þessu fólki er orðið fullorðið og býr jafnvel enn við óásættanlegar aðstæður. Það er að segja, hefur ekkert val um hvar það býr eða með hverjum eða getur tekið ákvarðanir um sitt eigið líf,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. Hún segir um margar stofnanir að ræða þar sem grunur sé á um illa meðferð og sumar séu enn starfandi. „Tvær af þessum stofnunum eru enn starfandi og í gömlu lögunum er gert ráð fyrir að einungis séu skoðaðar stofnanir sem ekki starfa lengur. Þess vegna er mikilvægt að því sé breytt í lögunum. Mér finnst full ástæða til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að hafa samband við þetta fólk og gefi þeim tækifæri á því að segja sögu sína og að á það sé hlustað,“ sagði Bryndís. Að sögn forsætisráðherra er markmiðið að ljúka þessu máli á næstu misserum. „Ég set það markmið að leggja þetta frumvarp fram á vorþingi og síðan verðum við bara að sjá til hvort það hlýtur náð fyrir augum þingsins og þá er hægt að ráðast í þessi mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Vistheimili Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum. Formaður Landssambands Þroskahjálpar segir sumar stofnanirnar enn starfandi.Árið 2007 voru sett lög sem tóku til barna sem voru vistuð á árum áður á vistheimilum á vegum barnanefndar þar sem kanna átti hvort börnin hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Vistheimilisnefnd sá um rannsóknina og á síðasta ári voru svo greiddar út sanngirnisbætur til tólf hundruð einstaklinga vegna misgjörða á slíkum heimilum. Í lokaskýrslu um sanngirnisbæturnar kom fram að það þyrfti að kanna aðbúnað fatlaðra barna á slíkum stofnunum. Málið hefur verið til meðferðar hjá forsætisráðherra og í samráðsgátt stjórnvalda er nú beðið um umsagnir vegna fyrirhugaðs frumvarps um sanngirnisbætur fatlaðra barna. Katrín Jakobsdóttir segir að markmiðið sé að ljúka þessu máli á næstu misserum.stöð 2 „Ég held að það sé hægt að vinna þetta mjög hratt og mér finnst það mikilvægt ekki síst í ljósi þess að margt af þessu fólki er orðið fullorðið og býr jafnvel enn við óásættanlegar aðstæður. Það er að segja, hefur ekkert val um hvar það býr eða með hverjum eða getur tekið ákvarðanir um sitt eigið líf,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. Hún segir um margar stofnanir að ræða þar sem grunur sé á um illa meðferð og sumar séu enn starfandi. „Tvær af þessum stofnunum eru enn starfandi og í gömlu lögunum er gert ráð fyrir að einungis séu skoðaðar stofnanir sem ekki starfa lengur. Þess vegna er mikilvægt að því sé breytt í lögunum. Mér finnst full ástæða til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að hafa samband við þetta fólk og gefi þeim tækifæri á því að segja sögu sína og að á það sé hlustað,“ sagði Bryndís. Að sögn forsætisráðherra er markmiðið að ljúka þessu máli á næstu misserum. „Ég set það markmið að leggja þetta frumvarp fram á vorþingi og síðan verðum við bara að sjá til hvort það hlýtur náð fyrir augum þingsins og þá er hægt að ráðast í þessi mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Vistheimili Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira