Innlent

Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógahlíð í kvöld.
Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógahlíð í kvöld. Vísir/Friðrik

Fólk á Flateyri, þar sem tvö snjóflóð féllu undir miðnætti í kvöld, er beðið um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu. Íbúar á Suðureyri eru beðnir um að halda sig frá höfninni og þá er verið að rýma einhver hús. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarstöðinni í Skógahlíð 

Eitt snjóflóðið féll að hluta á a.m.k. á Flateyri en unglingsstúlka sem grófst undir flóðinu er ekki alvarlega slösuð. Þá er ekki vitað til þess að fleiri hafi orðið fyrir snjóflóðunum á þessari stundu.

Aðgerðarstjórn er að störfum á Ísafirði og varðskipið Þór sem var statt á Ísafirði er einnig á leið til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn um borð auk áhafnar varðskipsins.

Þór hefur verið til taks fyrir vestan síðan á fimmtudag vegna veðurs. Varðskipið fór frá Ísafirði klukkan 00:40 en gert er ráð fyrir að það verði komið á Flateyri á þriðja tímanum í nótt.

Þá hefur áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar verið kölluð út og fer sömuleiðis vestur. Gert er ráð fyrir að tveir sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins farið með þyrlunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×