Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2020 09:56 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir álverið í Straumsvík mjög mikilvægt, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir stöðuna sem upp er komin varðandi rekstur álvers Rio Tinto í Straumsvík vera grafalvarlega. „Það gefur augaleið. Þetta er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í bæjarfélaginu og hefur starfað hérna í áratugi og haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir allt bæjarfélagið. Ekki einungis er þetta stór og góður vinnustaður heldur hefur hann haft mikil samlegðaráhrif á öll fyrirtæki og fleira í bænum,“ segir Rósa í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að Rio Tinto skoði nú hvort álverinu verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Hjá álverinu starfa um 500 manns, en haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins Rósa segist vona að málið leysist farsællega, en á þessu stigi hafi fulltrúar bæjaryfirvalda verið í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins í Straumsvík. „Við höfum rætt við þau í morgun og fylgjumst náið með. Á þessum tímapunkti snýst þetta augljóslega um raforkuverðið og það er á annarra höndum en okkar.“ Um 500 manns starfa í álverinu í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Ertu bjartsýn? „Maður verður alltaf að vera bjartsýnn. Það þýðir ekkert annað. En við vitum svo sem að reksturinn hefur ekki gengið nógu vel í nokkur ár og þau hafa upplýst til dæmis okkur, bæjaryfirvöldum, um þá stöðu. Fyrirtækið er framsækið og hefur brugðist við því mjög vel í gegnum árin. Nú er þá komið að þessu að það snýst um raforkuverðið og við vonum að það leysist farsællega. Þetta er mjög mikilvægt fyrirtæki, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir stöðuna sem upp er komin varðandi rekstur álvers Rio Tinto í Straumsvík vera grafalvarlega. „Það gefur augaleið. Þetta er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í bæjarfélaginu og hefur starfað hérna í áratugi og haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir allt bæjarfélagið. Ekki einungis er þetta stór og góður vinnustaður heldur hefur hann haft mikil samlegðaráhrif á öll fyrirtæki og fleira í bænum,“ segir Rósa í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að Rio Tinto skoði nú hvort álverinu verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Hjá álverinu starfa um 500 manns, en haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins Rósa segist vona að málið leysist farsællega, en á þessu stigi hafi fulltrúar bæjaryfirvalda verið í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins í Straumsvík. „Við höfum rætt við þau í morgun og fylgjumst náið með. Á þessum tímapunkti snýst þetta augljóslega um raforkuverðið og það er á annarra höndum en okkar.“ Um 500 manns starfa í álverinu í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Ertu bjartsýn? „Maður verður alltaf að vera bjartsýnn. Það þýðir ekkert annað. En við vitum svo sem að reksturinn hefur ekki gengið nógu vel í nokkur ár og þau hafa upplýst til dæmis okkur, bæjaryfirvöldum, um þá stöðu. Fyrirtækið er framsækið og hefur brugðist við því mjög vel í gegnum árin. Nú er þá komið að þessu að það snýst um raforkuverðið og við vonum að það leysist farsællega. Þetta er mjög mikilvægt fyrirtæki, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45