Sósíalistar með þrjá menn á þingi samkvæmt nýrri könnun Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2020 15:19 Sósíalistar. Frá síðustu borgarstjórnarkosningum en þá kom flokkurinn einum manni að í borgarstjórn. visir/rakel Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri könnun sem MMR var að gefa út, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar. Flokkur fólksins myndi detta út af þing. „Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök utan þings, sem ekki urðu til af klofningi þingflokks, mælist aftur og aftur inn á þingi á miðju kjörtímabili, óralangt frá hefðbundinni kosningabaráttu. Sósíalistaflokkur Íslands er að skrifa nýja sögu. Það er mögulegt fyrir fólk að rísa upp og byggja upp hreyfingu utan valdastofnana,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sem er harla ánægður með könnunina. Fylgi flokka samkvæmt nýjustu skoðankönnun MMR. Annað sem heyrir heldur betur til tíðinda í könnuninni er sú að ríkisstjórnarflokkarnir tapa samkvæmt henni 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Samfylkingin bætir við sig þremur þingmönnum og Viðreisn einnig. Miðflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. Í tilkynningu MMR segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0 prósent, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar. Inga Sæland. Ef næstu kosningar fara eins og könnun MMR ætlar er Inga á leið af þingi.Vísir/Vilhelm „Mældist Samfylkingin með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.“ Eða eins og segir á vefsíðu MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri könnun sem MMR var að gefa út, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar. Flokkur fólksins myndi detta út af þing. „Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök utan þings, sem ekki urðu til af klofningi þingflokks, mælist aftur og aftur inn á þingi á miðju kjörtímabili, óralangt frá hefðbundinni kosningabaráttu. Sósíalistaflokkur Íslands er að skrifa nýja sögu. Það er mögulegt fyrir fólk að rísa upp og byggja upp hreyfingu utan valdastofnana,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sem er harla ánægður með könnunina. Fylgi flokka samkvæmt nýjustu skoðankönnun MMR. Annað sem heyrir heldur betur til tíðinda í könnuninni er sú að ríkisstjórnarflokkarnir tapa samkvæmt henni 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Samfylkingin bætir við sig þremur þingmönnum og Viðreisn einnig. Miðflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. Í tilkynningu MMR segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0 prósent, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar. Inga Sæland. Ef næstu kosningar fara eins og könnun MMR ætlar er Inga á leið af þingi.Vísir/Vilhelm „Mældist Samfylkingin með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.“ Eða eins og segir á vefsíðu MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira