Rektorinn í Oxford sendi Ingvar í boði háskólans í eldgosið í Vestmannaeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2020 22:00 Hinn 26 ára gamli Ingvar Birgir Friðleifsson lentur á Heimaey á þriðja degi eldgossins. Mynd/Guðmundur Ómar Friðleifsson. 47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút og ljósmyndir sem ungur jarðfræðingur tók á upphafsdögum jarðeldanna. Myndirnar mátti sjá í þættinum Um land allt og hluta þeirra í fréttum Stöðvar 2. Sjá frétt Stöðvar 2: Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey Ingvar Friðleifsson var 26 ára gamall þegar hann tók myndirnar en hann dvaldi í tvo sólarhringa á Heimaey, á þriðja og fjórða degi eldgossins. Ingvar var þá við doktorsnám í Oxford, og bjó ytra með eiginkonu sinni, Þórdísi Árnadóttur og ungri dóttur þeirra, þegar rektor jarðvísindadeildar bauð honum á fyrsta degi gossins að fara til Íslands á kostnað skólans. Tveimur dögum síðar, 25 janúar, var Ingvar kominn til Eyja, með átta millímetra kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Ingvar deildi myndunum með áhorfendum Stöðvar 2 í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason. „Mér fannst þetta náttúrlega feikilega spennandi að geta skoðað þetta svona vel. Það var flogið þarna yfir gott útsýnisflug áður en það var lent,“ rifjar Ingvar upp. Ingvar tók alls sextán mínútur af litfilmu, meðal annars af fyrstu húsunum fara undir hraun, en einnig fjölda ljósmynda sem sömuleiðis eru merkar heimildir um þessa fyrstu daga eldgossins. Náttúruhamfarirnar umturnuðu lífi fimm þúsund Eyjamanna. Margir sneru aldrei aftur, meðal annars fjölskyldur sem settust að í Grindavík. Þar hafa Eyjamennirnir sem flúðu Heimaeyjargosið búið við sömu ógn undanfarnar vikur vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Herborg Jónsdóttir og dóttir hennar, Margrét Kristjánsdóttir, sem var þriggja ára þegar eldgosið braust út.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. „Ég hef svona ónotatilfinningu. Er að vakna upp á nóttinni og einhvern veginn lít út um gluggann eins og ég búist við að sjá bara bjarma,“ segir Herborg Jónsdóttir, sem þurfti sem ung, einstæð móðir að yfirgefa Heimaey ásamt þriggja ára dóttur sinni gosnóttina 23. janúar 1973. Myndir Ingvars lágu uppi í hillu í 40 ár ár þar til í kvöld að þær voru sýndar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér má sjá upphafskafla þáttarins: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút og ljósmyndir sem ungur jarðfræðingur tók á upphafsdögum jarðeldanna. Myndirnar mátti sjá í þættinum Um land allt og hluta þeirra í fréttum Stöðvar 2. Sjá frétt Stöðvar 2: Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey Ingvar Friðleifsson var 26 ára gamall þegar hann tók myndirnar en hann dvaldi í tvo sólarhringa á Heimaey, á þriðja og fjórða degi eldgossins. Ingvar var þá við doktorsnám í Oxford, og bjó ytra með eiginkonu sinni, Þórdísi Árnadóttur og ungri dóttur þeirra, þegar rektor jarðvísindadeildar bauð honum á fyrsta degi gossins að fara til Íslands á kostnað skólans. Tveimur dögum síðar, 25 janúar, var Ingvar kominn til Eyja, með átta millímetra kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Ingvar deildi myndunum með áhorfendum Stöðvar 2 í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason. „Mér fannst þetta náttúrlega feikilega spennandi að geta skoðað þetta svona vel. Það var flogið þarna yfir gott útsýnisflug áður en það var lent,“ rifjar Ingvar upp. Ingvar tók alls sextán mínútur af litfilmu, meðal annars af fyrstu húsunum fara undir hraun, en einnig fjölda ljósmynda sem sömuleiðis eru merkar heimildir um þessa fyrstu daga eldgossins. Náttúruhamfarirnar umturnuðu lífi fimm þúsund Eyjamanna. Margir sneru aldrei aftur, meðal annars fjölskyldur sem settust að í Grindavík. Þar hafa Eyjamennirnir sem flúðu Heimaeyjargosið búið við sömu ógn undanfarnar vikur vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Herborg Jónsdóttir og dóttir hennar, Margrét Kristjánsdóttir, sem var þriggja ára þegar eldgosið braust út.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. „Ég hef svona ónotatilfinningu. Er að vakna upp á nóttinni og einhvern veginn lít út um gluggann eins og ég búist við að sjá bara bjarma,“ segir Herborg Jónsdóttir, sem þurfti sem ung, einstæð móðir að yfirgefa Heimaey ásamt þriggja ára dóttur sinni gosnóttina 23. janúar 1973. Myndir Ingvars lágu uppi í hillu í 40 ár ár þar til í kvöld að þær voru sýndar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér má sjá upphafskafla þáttarins:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent