Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. apríl 2020 22:22 Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. Þegar líða tók á marsmánuð og faraldurinn fór að breiða úr sér tóku foreldrar margra leik- og grunnskólabarna þá ákvörðun að halda börnum sínum heima. Allt að fjórðungi barna í grunn- og leikskólum Reykjavíkur var að meðaltali haldið heima þegar mest var af ýmsum ástæðum. Börnunum hefur fjölgað í skólunum eftir páska og færri eru heima. „Núna eftir páska hafa heimturnar aðeins verið betri. Þannig að svona samkvæmt okkar talningu í dag þá er svona kannski fimmtán til tuttugu prósent barna sem eru enn þá heima. Við erum núna á fimmtu viku og það eru allavega þrjár vikur í viðbót. Þannig við erum að tala um tveggja mánaða tímabil og barn sem nær ekki að stunda eða koma í skóla í tvo mánuði höfum við mjög miklar áhyggjur af líðan það er augljóst. Við höfum verið í miklu samstarfi við þessi heimili og ætlum að gera það áfram. Það verður stórt verkefni fyrir okkur öll í skólanum að vinna til baka börn sem að kannski eru svolítið týnd nú þegar,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Vísir/HÞ Þá hefur hluti kennara verið í sóttkví meðal annars vegna undirliggjandi sjúkdóma en fimmtán prósent starfsmanna skólanna voru frá vinnu þegar mest var. Magnús segir erfitt að segja til núna nákvæmlega hvernig skólastarfi verði háttað eftir að byrjað verður að aflétta samkomubanninu 4. maí. Ef huga þurfi að reglunni um tvo metra á milli barna og passa að fleiri en fimmtíu börn séu ekki í sama rými þá kemur það til með að hafa veruleg áhrif á skólastarf. „Við munum ekki ná að vera með skipulag eins og á hefðbundnum skóladegi í Seljaskóla ef að hámarksfjöldi barna á einu svæði má vera fimmtíu,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður auglýsing um útfærslu á afléttingu aðgerðanna birt eftir helgi. Magnús segir mikilvægt að það sé líka á hreinu hvort að börnum verði skylt í maí að mæta í skólann. „Hvort að menn ætli að tengja núna inn aftur sem sagt skólasóknarreglur, í rauninni lög um skólasókn í landinu, sem gera þá kröfu að fólk sendi þá börnin sín í skólann. Það skiptir mjög miklu máli að það verði alveg svolítið á hreinu áður en að 4. maí kemur,“ segir Magnús Þór. Vísir/HÞ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. Þegar líða tók á marsmánuð og faraldurinn fór að breiða úr sér tóku foreldrar margra leik- og grunnskólabarna þá ákvörðun að halda börnum sínum heima. Allt að fjórðungi barna í grunn- og leikskólum Reykjavíkur var að meðaltali haldið heima þegar mest var af ýmsum ástæðum. Börnunum hefur fjölgað í skólunum eftir páska og færri eru heima. „Núna eftir páska hafa heimturnar aðeins verið betri. Þannig að svona samkvæmt okkar talningu í dag þá er svona kannski fimmtán til tuttugu prósent barna sem eru enn þá heima. Við erum núna á fimmtu viku og það eru allavega þrjár vikur í viðbót. Þannig við erum að tala um tveggja mánaða tímabil og barn sem nær ekki að stunda eða koma í skóla í tvo mánuði höfum við mjög miklar áhyggjur af líðan það er augljóst. Við höfum verið í miklu samstarfi við þessi heimili og ætlum að gera það áfram. Það verður stórt verkefni fyrir okkur öll í skólanum að vinna til baka börn sem að kannski eru svolítið týnd nú þegar,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Vísir/HÞ Þá hefur hluti kennara verið í sóttkví meðal annars vegna undirliggjandi sjúkdóma en fimmtán prósent starfsmanna skólanna voru frá vinnu þegar mest var. Magnús segir erfitt að segja til núna nákvæmlega hvernig skólastarfi verði háttað eftir að byrjað verður að aflétta samkomubanninu 4. maí. Ef huga þurfi að reglunni um tvo metra á milli barna og passa að fleiri en fimmtíu börn séu ekki í sama rými þá kemur það til með að hafa veruleg áhrif á skólastarf. „Við munum ekki ná að vera með skipulag eins og á hefðbundnum skóladegi í Seljaskóla ef að hámarksfjöldi barna á einu svæði má vera fimmtíu,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður auglýsing um útfærslu á afléttingu aðgerðanna birt eftir helgi. Magnús segir mikilvægt að það sé líka á hreinu hvort að börnum verði skylt í maí að mæta í skólann. „Hvort að menn ætli að tengja núna inn aftur sem sagt skólasóknarreglur, í rauninni lög um skólasókn í landinu, sem gera þá kröfu að fólk sendi þá börnin sín í skólann. Það skiptir mjög miklu máli að það verði alveg svolítið á hreinu áður en að 4. maí kemur,“ segir Magnús Þór. Vísir/HÞ
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira