Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2020 16:00 Frá Heimaey á fjórða degi eldgossins. Mynd/Ingvar Friðleifsson. Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega í þættinum Um land allt á Stöð 2 kl. 19.10 í kvöld. Jafnframt verður rætt við hóp Vestmannaeyinga sem flúðu eldgosið en settust að í Grindavík. Ingvar lýsir gosstróknum á myndinni í viðtalinu á Stöð 2Stöð 2/Einar Árnason. Ingvar var 26 ára gamall í doktorsnámi við Oxford-háskóla þegar eldgosið hófst þann 23. janúar 1973. Rektor jarðvísindadeildar bauð Ingvari þá að fara til Íslands og Vestmannaeyja á kostnað skólans gegn því að hann flytti síðan fyrirlestra um gosið. Tveimur dögum síðar var Ingvar kominn til Eyja með kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Hraunið byrjað að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndina tók Ingvar 25. janúar, á þriðja degi eldgossins. Hann dvaldi á eynni í tvo sólarhringa, á þriðja og fjórða degi gossins. Hann myndaði meðal annars fyrstu húsin fara undir hraun sem voru Kirkjubæirnir austast á eynni. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Eyjamennirnir í Grindavík rifja í þættinum upp gosnóttina og flóttann frá Heimaey og hvernig líf þeirra umturnaðist. Þeir ræða einnig um þá óvissu sem þeir hafa búið við undanfarnar vikur vegna hugsanlegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Strandlengjan og bærinn eru mikið breytt frá því þessi mynd var tekin. Öll húsin á myndinni hurfu undir hraun en vitinn stendur enn.Mynd/Ingvar Friðleifsson Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um myndirnar: Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega í þættinum Um land allt á Stöð 2 kl. 19.10 í kvöld. Jafnframt verður rætt við hóp Vestmannaeyinga sem flúðu eldgosið en settust að í Grindavík. Ingvar lýsir gosstróknum á myndinni í viðtalinu á Stöð 2Stöð 2/Einar Árnason. Ingvar var 26 ára gamall í doktorsnámi við Oxford-háskóla þegar eldgosið hófst þann 23. janúar 1973. Rektor jarðvísindadeildar bauð Ingvari þá að fara til Íslands og Vestmannaeyja á kostnað skólans gegn því að hann flytti síðan fyrirlestra um gosið. Tveimur dögum síðar var Ingvar kominn til Eyja með kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Hraunið byrjað að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndina tók Ingvar 25. janúar, á þriðja degi eldgossins. Hann dvaldi á eynni í tvo sólarhringa, á þriðja og fjórða degi gossins. Hann myndaði meðal annars fyrstu húsin fara undir hraun sem voru Kirkjubæirnir austast á eynni. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Eyjamennirnir í Grindavík rifja í þættinum upp gosnóttina og flóttann frá Heimaey og hvernig líf þeirra umturnaðist. Þeir ræða einnig um þá óvissu sem þeir hafa búið við undanfarnar vikur vegna hugsanlegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Strandlengjan og bærinn eru mikið breytt frá því þessi mynd var tekin. Öll húsin á myndinni hurfu undir hraun en vitinn stendur enn.Mynd/Ingvar Friðleifsson Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um myndirnar:
Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira