Ferðamenn vörðu 109 milljörðum á hótelum og veitingastöðum í fyrra Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2020 09:59 Hótel Saga hefur eins og önnur hótel landsins þurft að glíma við eftirspurnarhrap á tímum kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu samtals um 284 milljörðum króna á árinu 2019, þar af vörðu þeir um 109 milljörðum króna í veitinga- og gistiþjónustu. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um neyslu erlendra ferðamanna í fyrra. Algjört hrun varð í hótelgeiranum í aprílmánuði, samanborið við sama mánuð í fyrra. Gert er ráð fyrir að gistinætur á hótelum hafi dregist saman um 97 prósent á milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þá fækkaði gistinóttum á hótelum í mars um 55 prósent. Á eftir veitinga- og gistiþjónustu, þangað sem rúmlega 38 prósent fjármuna ferðamanna fóru, vörðu þeir næst mestu í tómstundir og menningu. Að sögn Hagstofunnar er þar m.a. um að ræða aðgangseyri inn á bað- og sundstaði, skoðunarferðir og kaup á skipulögðum pakkaferðum. Rúmlega fjórða hver króna sem ferðamenn eyddu hér á landi fór þannig í tómstundir og menningu. Þriði stærsti útgjaldaliður ferðamanna í fyrra voru ferðir og flutningar, en þar er um að ræða útgjöld tengd samgöngum. Þar falla m.a. undir útgjöld vegna leigu á bifreiðum og aðrar greiðslur fyrir samgöngutengda þjónustu, s.s. rútuferðir og kaup á eldsneyti. Alls námu útgjöld erlendra ferðamanna tengd slíkri þjónustu um 45 milljörðum á síðasta ári eða sem nemur um 15,8% af heildareinkaneyslu erlendra ferðamanna hér á landi. Hér að neðan má sjá nánar hvernig einkaneysla erlendra ferðamanna skiptist í fyrra. Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu samtals um 284 milljörðum króna á árinu 2019, þar af vörðu þeir um 109 milljörðum króna í veitinga- og gistiþjónustu. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um neyslu erlendra ferðamanna í fyrra. Algjört hrun varð í hótelgeiranum í aprílmánuði, samanborið við sama mánuð í fyrra. Gert er ráð fyrir að gistinætur á hótelum hafi dregist saman um 97 prósent á milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þá fækkaði gistinóttum á hótelum í mars um 55 prósent. Á eftir veitinga- og gistiþjónustu, þangað sem rúmlega 38 prósent fjármuna ferðamanna fóru, vörðu þeir næst mestu í tómstundir og menningu. Að sögn Hagstofunnar er þar m.a. um að ræða aðgangseyri inn á bað- og sundstaði, skoðunarferðir og kaup á skipulögðum pakkaferðum. Rúmlega fjórða hver króna sem ferðamenn eyddu hér á landi fór þannig í tómstundir og menningu. Þriði stærsti útgjaldaliður ferðamanna í fyrra voru ferðir og flutningar, en þar er um að ræða útgjöld tengd samgöngum. Þar falla m.a. undir útgjöld vegna leigu á bifreiðum og aðrar greiðslur fyrir samgöngutengda þjónustu, s.s. rútuferðir og kaup á eldsneyti. Alls námu útgjöld erlendra ferðamanna tengd slíkri þjónustu um 45 milljörðum á síðasta ári eða sem nemur um 15,8% af heildareinkaneyslu erlendra ferðamanna hér á landi. Hér að neðan má sjá nánar hvernig einkaneysla erlendra ferðamanna skiptist í fyrra.
Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira