Segir stjúpmóður sína líklegast aldrei eiga eftir að ná fullum bata eftir árekstur á Sandgerðisvegi Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2020 18:30 Ingibjörg Sunna Þrastardóttir, stjúpdóttir Elínborgar. Vísir/BjarniEinars Fjölskylda konu, sem slasaðist alvarlega eftir árekstur við ökutæki sem lögreglan hafði veitt eftirför, íhugar að stefna ríkislögreglustjóra. Stjúpdóttir konunnar segir hana aldrei eiga eftir að ná fullum bata. Elínborg Steinunnardóttir var farþegi í bíl vinkonu sinnar þegar ökumaður bíls, sem kom úr gagnstæðri átt, fór yfir á rangan vegarhelming og hafnaði framan á bíl vinkvennanna á Sandgerðisvegi 18. janúar. Maðurinn var á stolinni bifreið og lögreglan hafði veitt honum eftirför. „Aðdragandinn var mjög stuttur, þær voru að keyra á Sandgerðisvegi, sáu nokkur bílljós í fjarska og fengu svo skyndilega bíl framan á sig. Þær áttuðu sig ekki á því að þær væru í neinni hættu fyrr en slysið átti sér stað,“ segir Ingibjörg Sunna Þrastardóttir, stjúpdóttir Elínborgar sem hlaut fjölda áverka í árekstrinum. Elínborg er í hjólastól í dag og verður líklegast aldrei söm. Verður líklegast aldrei söm „Hún hlaut svokallað fjöláverka sem þýðir að hún brotnaði víðs vegar. Olnboginn öðru megin, úlnliðurinn hinu megin, mjaðmagrindin mölbrotin, fótbrotnaði á öðrum fæti, með svöðusár á hinum og með taugaskaða á ökkla,“ segir Ingibjörg Sunna. „Til viðbótar við þessa víðtæku áverka hlaut hún blæðingu á hægra heilahveli sem olli lömun og auk þess hlaut hún framheilaskaða sem hefur auðvitað áhrif á hvatvísi, hömlur og væntingar. Lífið fyrir henni og hennar nánustu verður aldrei það sama.“ Finnst niðurstaða nefndarinnar athyglisverð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að vísa þessari eftirför til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin lauk skoðun sinni á málinu 24. apríl síðastliðinn. Var það niðurstaða hennar að ekki skyldi aðhafast frekar vegna málsins. Myndbands- og hljóðupptökur hafi leitt í ljós að lögreglumennirnir hafi fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja. Ingibjörgu Sunnu finnst sú niðurstaða athyglisverð. Hún bendir á að lögfræðingar Elínborgar, sem skoða mál hennar, hafi strax við fyrstu sýn sé ástæðu til að skoða málið fyrir dómstólum og fá kveðið á um hvort þessi eftirför hafi verið eðlileg og samkvæmt verkferlum. „Við biðum eftir niðurstöðunni og vonuðumst til að hún yrði önnur. Þetta er engin endastöð fyrir okkur, við höldum bara áfram,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún bendir einnig á að formaður lögreglufélagsins hafi kallað eftir bættum verklagsreglum frá Ríkislögreglustjóra varðandi stöðvun ökutækja. „Það eitt og sér kallar eftir nánari skoðun,“ segir Ingibjörg Sunna. „Það eru yfirgnæfandi líkur á að hún og hennar fjölskylda komi til með að stefna ríkislögreglustjóra. Auk þess sem gerð verður krafa á ökumann hins ökutækisins.“ Segir meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Fjölskyldan vilji fá svör við því hvort þessi eftirför geti talist eðlileg. „Í einum af þessum fréttatilkynningum sem lögreglan sendi frá sér, er talað um að lögreglan hafi verið búin að minnka hraðann þegar áreksturinn átti sér stað, nema hvað að lögreglan er samt á 135 kílómetra hraða, búin að minnka hraðann, nýkomin úr hringtorgi. Ég velti fyrir mér hvort það sé eðlilegt að fara í 7 mínútna eltingarleik í snjó og hálku á allt að 150 kílómetra hraða. Mér finnst það eitthvað sem þurfi að skoða,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún geri sér grein fyrir að lögreglan hafi staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun og auðvelt sé að vera vitur eftir á. „En í öllum svona málum þarf að meta hagsmuni og ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Eftir á að hyggja, eins og við sjáum þetta, hefur það aldeilis verið gert því líf okkar á aldrei eftir að verða samt.“ Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Fjölskylda konu, sem slasaðist alvarlega eftir árekstur við ökutæki sem lögreglan hafði veitt eftirför, íhugar að stefna ríkislögreglustjóra. Stjúpdóttir konunnar segir hana aldrei eiga eftir að ná fullum bata. Elínborg Steinunnardóttir var farþegi í bíl vinkonu sinnar þegar ökumaður bíls, sem kom úr gagnstæðri átt, fór yfir á rangan vegarhelming og hafnaði framan á bíl vinkvennanna á Sandgerðisvegi 18. janúar. Maðurinn var á stolinni bifreið og lögreglan hafði veitt honum eftirför. „Aðdragandinn var mjög stuttur, þær voru að keyra á Sandgerðisvegi, sáu nokkur bílljós í fjarska og fengu svo skyndilega bíl framan á sig. Þær áttuðu sig ekki á því að þær væru í neinni hættu fyrr en slysið átti sér stað,“ segir Ingibjörg Sunna Þrastardóttir, stjúpdóttir Elínborgar sem hlaut fjölda áverka í árekstrinum. Elínborg er í hjólastól í dag og verður líklegast aldrei söm. Verður líklegast aldrei söm „Hún hlaut svokallað fjöláverka sem þýðir að hún brotnaði víðs vegar. Olnboginn öðru megin, úlnliðurinn hinu megin, mjaðmagrindin mölbrotin, fótbrotnaði á öðrum fæti, með svöðusár á hinum og með taugaskaða á ökkla,“ segir Ingibjörg Sunna. „Til viðbótar við þessa víðtæku áverka hlaut hún blæðingu á hægra heilahveli sem olli lömun og auk þess hlaut hún framheilaskaða sem hefur auðvitað áhrif á hvatvísi, hömlur og væntingar. Lífið fyrir henni og hennar nánustu verður aldrei það sama.“ Finnst niðurstaða nefndarinnar athyglisverð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að vísa þessari eftirför til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin lauk skoðun sinni á málinu 24. apríl síðastliðinn. Var það niðurstaða hennar að ekki skyldi aðhafast frekar vegna málsins. Myndbands- og hljóðupptökur hafi leitt í ljós að lögreglumennirnir hafi fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja. Ingibjörgu Sunnu finnst sú niðurstaða athyglisverð. Hún bendir á að lögfræðingar Elínborgar, sem skoða mál hennar, hafi strax við fyrstu sýn sé ástæðu til að skoða málið fyrir dómstólum og fá kveðið á um hvort þessi eftirför hafi verið eðlileg og samkvæmt verkferlum. „Við biðum eftir niðurstöðunni og vonuðumst til að hún yrði önnur. Þetta er engin endastöð fyrir okkur, við höldum bara áfram,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún bendir einnig á að formaður lögreglufélagsins hafi kallað eftir bættum verklagsreglum frá Ríkislögreglustjóra varðandi stöðvun ökutækja. „Það eitt og sér kallar eftir nánari skoðun,“ segir Ingibjörg Sunna. „Það eru yfirgnæfandi líkur á að hún og hennar fjölskylda komi til með að stefna ríkislögreglustjóra. Auk þess sem gerð verður krafa á ökumann hins ökutækisins.“ Segir meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Fjölskyldan vilji fá svör við því hvort þessi eftirför geti talist eðlileg. „Í einum af þessum fréttatilkynningum sem lögreglan sendi frá sér, er talað um að lögreglan hafi verið búin að minnka hraðann þegar áreksturinn átti sér stað, nema hvað að lögreglan er samt á 135 kílómetra hraða, búin að minnka hraðann, nýkomin úr hringtorgi. Ég velti fyrir mér hvort það sé eðlilegt að fara í 7 mínútna eltingarleik í snjó og hálku á allt að 150 kílómetra hraða. Mér finnst það eitthvað sem þurfi að skoða,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún geri sér grein fyrir að lögreglan hafi staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun og auðvelt sé að vera vitur eftir á. „En í öllum svona málum þarf að meta hagsmuni og ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Eftir á að hyggja, eins og við sjáum þetta, hefur það aldeilis verið gert því líf okkar á aldrei eftir að verða samt.“
Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00
Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17