Innlent

Mikið magn af olíu­menguðum jarð­vegi fannst við Elliða­ár

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Umtalsvert magn olíumengaðs jarðvegs fannst nærri Elliðaám á fimmtudag.
Umtalsvert magn olíumengaðs jarðvegs fannst nærri Elliðaám á fimmtudag. Veitur

Mikið magn af olíumenguðum jarðvegi fannst við framkvæmdir í Elliðaárdal við Rafstöðvarveg á fimmtudag. Verktaki á vegum Veitna rakst á „mannvirki“ þegar hann var við framkvæmdir sem talið er vera gamall, steyptur olíutankur. Í tanknum fannst olíumengaður jarðvegur í aðeins 15-20 metra fjarlægð frá bakka Elliðaáa.

Á vef Veitna kemur fram að vitað hafi verið til þess að mögulega gæti fundist mengaður jarðvegur á svæðinu en ekkert í líkingu við það sem fannst á fimmtudag. „Olíuslys á þessum stað getur verið grafalvarlegt mál fyrir viðkvæmt lífríkið í dalnum og ánum og var því brugðist hratt við og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kallað á staðinn.“

Unnið var að því á fimmtudag og föstudag að koma jarðveginum frá svæðinu og til förgunar í Sorpu. Verkið tafðist þar sem ekki var hægt að fara með jarðveginn í Sorpu seint á fimmtudag til öruggrar förgunar. Talið er að kostnaður af atvikinu hlaupi á milljónum króna.


Tengdar fréttir

Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag.

Leyfum dalnum að njóta vafans!

Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.