Menning

Heimahelgistund í Þorgeirskirkju

Sylvía Hall skrifar

Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Þorgeirskirkju.

Eins og svo margt annað hefur messuhald og fermingar í Þjóðkirkjunni fallið niður síðustu mánuði. Á meðan á þessu stendur hefur kirkjan komið til heimila þess fólks sem getur ekki heimsótt hana og hefur meðal annars verið hægt að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Formið á helgistundunum svipar til messu, með hugvekju, bæn og tónlist, en er þó knappara, eða 25 til 30 mínútur.


Tengdar fréttir

Helgihald í kirkjum hefst 17. maí

Helgihald í kirkjum hefst aftur þann 17. maí og verður þá aftur hægt að halda jarðarfarir, brúðkaup, messur og aðra viðburði innan kirkjunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.