Lífið

Beikoninu bjargað úr báli

Samúel Karl Ólason skrifar
Her er mynd sem slökkviliðsmaður tók á vettvangi.
Her er mynd sem slökkviliðsmaður tók á vettvangi.

Slökkviliðsmenn á norðanverðu Englandi björguðu svínum úr bráðri hættu í gær eftir eldur kviknaði í stíum þeirra. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá því að eitt svínið skeit skrefamæli sem það hafði étið.

Já, svínið hafði étið skrefamæli af öðru svíni en mælarnir eru notaðir til að sanna að svínin gengju laus.

Nánar tiltekið kviknaði í skemmdri rafhlöðu skrefamælisins og þurru heyi í stíu svínanna. Rafhlaðan hafði skemmst við að vera étin og fara í gegnum meltingarveg svínsins.

Ekkert svín sakaði í brunanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×